logo


Umsagnir frá aðilum sem hafa notað efni og/eða þjónustu frá mér.

 

 - Umsagnir frá aðilum sem hafa fengið fyrirlestra og/eða námskeið hjá mér

Seðlabanki Íslands

SÍ„Við fengum Herdísi Pálu til þess að halda fyrirlestur hjá okkur um orkustjórnun, starfsánægju og lífsgæði. Hvernig við tvinnum þetta saman svo að vel megi vera.
Fyrirlesturinn var mjög vel heppnaður í alla staði, Herdís greinilega kann sitt fag vel, var vel undirbúin og lét ekkert koma sér úr jafnvægi.
Framsetningin var lifandi og áhugaverð og flestir viðstaddir gátu fundið sig í þeim dæmum sem hún tók.
Það er alltaf gott að staldra við og minna sig á að þetta er allt saman í okkar höndum, hversu vel okkur líður og við hversu góð lífsgæði við viljum búa.  Ég get hiklaust mælt með Herdísi Pálu fyrir þig.“
 - Birna Kristín Jónsdóttir, fræðslufulltrúi SÍ

Félag stjórnenda leikskóla: FSL

„Félag stjórnenda leikskóla þakkar Herdísi Pálu fyrir erindi sem hún hélt fyrir 35 manna innsta kjarna félagsins. Hún fjallaði um stjórnun út frá mörgum nýjum og skemmtilegum vinklum, mikilvægi þess að bera ábyrgð á sjálfum sér (eða að vera leiðtogi í eigin lífi eins og hún talaði um) og leiðir til að halda kraftinum og gleðinni fyrir starfinu og hitti hún beint í mark.
Herdís Pála talar á mannamáli og þó að fyrirlesturinn byggi á fræðilegum grunni þá nálgaðist hún viðfangsefnið skemmtilega og út frá því sem hún veit að fólk, sem stýrir svo lifandi stofnunum eins og leikskólum, er að fást við í daglegum störfum.

Herdís Pála startaði fundinum, sem stóð í 2 daga, og skildi svo eftir verkefni fyrir hópinn sem voru leyst inn á milli annarra atriða til gagns og ekki síður gamans.“
- Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður stjórnar 

Félag um innri endurskoðun:

FIE„Fyrirlestur Herdísar Pálu “ Erum við dúfur, uglur, svanir eða páfuglar í landi mörgæsa?“ reyndist bæði skemmtilegur og fróðlegur. Það er alltaf gagnlegt að fá áminningu um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileika meðal samstarfsfólks, hvernig við getum betur sett okkur í spor þeirra sem eru ólíkir okkur sjálfum og hvernig hægt er að nýta þennan fjölbreytileika sem best.
Herdís Pála sýndi og sannaði að hún er reyndur fyrirlesari sem á aðvelt með að koma efninu frá sér á lifandi hátt.“

Vogar2

Sveitarfélagið Vogar:

„Við hjá Sveitarfélaginu Vogum fengum Herdísi Pálu til okkar á sameiginlegum vinnudegi til að fjalla um samskipti. Hún nálgaðist viðfangsefnið á eftirminnilegan og áhrifaríkan hátt sem höfðaði vel til allra þátttakenda. Við öðluðumst skilning á mikilvægi þess að allir á vinnustað fái notið hæfileika sinna, þrátt fyrir að við séum öll ólík, höfum mismunandi skoðanir og persónuleikar okkar séu margbreytilegir. Herdís Pála miðlar fróðleiknum á lifandi og skemmtilegan, en jafnframt áreynslulausan hátt. Tímanum með henni var sannarlega vel varið.“
 - Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga

Námskeið og kennsla í Opna háskólanum 

Dæmi um umsagnir nemenda í PMD námi:HaskolinnReykjavik

 • Efni sem nýtist mér einna best.
 • Frábært í alla staði.
 • Mjög áhugavert efni og lærdómsríkt, á eftir að koma sér vel.
 • Best hvað námskeiðið var hvetjandi og sjálfstyrkjandi.

 

Dæmi um umsagnir á námskeiði, haldið fyrir skólastjóra:

 • Flott námskeið og gagnlegt
 • Í alla staði frábært/áhugavert og lifandi
 • Frábær fyrirlesari, alger snilld
 • Mjög gagnlegt, nýtist vel i starfi
 • Frábær og lifandi fyrirlesari með allt á hreinu
 • Praktískt og fræðilegt

 

Námskeið hjá Dokkunni, Mannauðsstjórnun frá a til ö

Dæmi um umsagnir frá námskeiðinu:Dokkan

 • Hér er á ferðinni leiðbeinandi sem veit nákvæmlega um hvað hún er að tala og kann að koma efninu skemmtilega frá sér, á sama tíma mjög faglega.
 • Mjög gagnlegt og fræðandi
 • Fróðleg sýn á stjórnun og mannauðsmál við daglegan rekstur fyrirtækja.
 • Skemmtilegt og áhugavert
 • Leiddist aldrei, kveikti löngun til að gera betur
 • Mjög gott og gagnlegt
 • Herdís setur fræðin og praktík í gott heildarsamhengi. Vakti áhuga minn á að kafa dýpra ofan í einstaka þætti.
 • Mjög flott námskeið, Herdís flottur fyrirlesari sem svaraði spurningum á hreinskilinn og leiðbeinandi máta.
 • Mjög góður leiðbeinandi sem hefur greinilega góða þekkingu og góða hæfileika til að koma efninu frá sér

 

 - Umsagnir frá aðilum sem hafa nýtt sér markþjálfun hjá mér (birt með þeirra samþykki):

Gunnlaugur Helgason, húsasmíðameistari og fjölmiðlamaður
www.gullibyggir.is og Gulli byggir á Facebook

„Markþjálfun er eitthvað sem ég vissi ekki að væri til fyrr en ég heyrði viðtal við Herdísi Pálu í útvarpinu um þessi fræði. Mér fannst hún vera að tala beint til mín varðandi allar hugmyndirnar sem ég var með en hafði ekki komið í framkvæmd. Ég bókaði strax tima hjá henni og nú eru hjólin farin að snúast loksins!

Herdís Pála er manneskjan sem drífur mig áfram í að koma hugmyndunum mínum í framkvæmd.

Eftir að ég fór i markþjálfun til Herdísar Pálu fattaði ég að stóru hugmyndirnar mínar voru ekki óframkvæmanlegar, ekki of stórar og ekki draumórar!
Áður fékk ég hugmyndir og hugsaði “ nei þetta getur aldrei orðið, örugglega of flókið“. Það sem Herdís gerir er að banna mér að hugsa svona.
Herdís Pála leiðir mig í gegn um hugmyndirnar mínar og spyr spurninga, sem ég veit stundum svör við og stundum ekki.

Markþjálfun hjá Herdísi Pálu er hugmyndahvati, hún rekur mig áfram í að framkvæma, ekki bara hugsa um hlutina, hún er raunsæ og hvetjandi hugmynda-vítamín.
Mér finnst stundum ég geta flogið eftir Markþjálfun hjá Herdísi.“

 

Edda Björgvinsdóttir leikkona, leikstjóri, fyrirlesari og margt margt fleira:
www.eddabjorgvins.is og http://www.facebook.com/Gledinamskeid.Edda.Bjorgvins

„Ég hef aldrei skilið hvað þetta fyrirbæri MARKÞJÁLFUN þýðir og þess vegna ákveðið að þetta hentaði mér áreiðanlega ekki. Herdís Pála er þannig manneskja að allt sem hún tekur sér fyrir hendur hlýtur að vera skynsamlegt – hún er ótrúlega klár þessi frábæra kona og þegar hún ákvað að mennta sig sem Markþjálfi þá hlaut það að vera eitthvað gagnlegt!
Eftir að hafa hitt hana nokkrum sinnum er ég búin að uppgötva galdurinn í því að fá einhvern til að leiða mig í gegn um óreiðu-hrúgurnar sem einkenna t.d. mitt líf og með hjálp Herdísar Pálu hef ég öðlast þá trú að ég muni  loksins klára meistararitgerð þá sem hefur orðið æ þyngri klettur á herðum mínum.
Takk Herdís Pála fyrir að kenna mér þessa nýju tækni sem ég nýti til að halda utan um líf mitt!“

 

Védís Sigurðardóttir, verkefnastjóri

„Með markþjálfuninni hjá Herdísi Pálu hef ég fengið áræðni til að byrja strax að virkja sjálfa mig til hins betra í vinnu og einkalífi. Ég hef fundið hvatninguna sem ég þurfti til að virkja sjálfstraustið og beita því í starfi mínu.
Þá hefur markþjálfunin hjálpað mér að skipuleggja hvernig tíma mínum er best varið á vinnutíma og skilin milli vinnu og einkalífs eru orðin skýrari.“

 

  - Umsagnir sem komið hafa héðan og þaðan:

Skilaboð sem komu í gegnum Twitter / @herdispala:
Frábær bók hjá þér Herdís og gott innleg fyrir mig. Kominn á listann.

Skilaboð sem komu í gegnum síma:
„Áður voru föstudagarnir bestu dagar vikunnar, núna eru það þriðjudagarnir af því þá fæ ég í tölvupósti „Hugleiðingar frá herdispala.is“

Skilaboð sem komu í tölvupósti, sem endurgjöf á rafbókina:
Takk fyrir að leyfa mér að deila hugrenningum mínum varðandi bókina. Það væri að æra óstöðugan að segja allt sem mig langar að segja um þessa bók, í stuttu máli, hún er snilld og þú ert snillingur…
Það fyrsta sem kom upp í hugan við lesturinn var, hvers vegna ég væri ekki búinn að ramba inn á heimasíðuna þína fyrr.
Þessi bók er algjörlega frábær í alla staði, og það sem er einna best er hvað þú ert hvetjandi og ákveðin í að fá fólk til að laða fram hjá sér þá hæfileika sem eru þegar til staðar, en ekki nýttir…
Ég held að allir geti lært af því að lesa þessa bók og eiginlega ættu allir að lesa hana.
Ég er byrjaður að nota og fara að þínum leiðbeiningum bæði úr bókinni og öðrum greinum á heimasíðunni þinni, sem ég kem daglega inn á….
Hafðu þakkir fyrir, hlakka til allra fréttabréfanna sem eiga eftir að koma….


css.php