Tækifærin í góðri stjórnun

Stjórnendur glíma allir við margar og fjölbreyttar áskoranir í starfi sínu. Í ytra og innra umhverfi vinnustaðarins. Knýjandi í tíma eða sem ná yfir lengri tíma. Tengdar atriðum sem stjórnandi hefur reynslu af, eða ekki og stjórnandinn hefur þá ekki fyrri reynslu til að byggja á.

Ekki hafa allir stjórnendur menntun eða þjálfun í stjórnunarfræðum og oft hafa stjórnendur fáa eða enga innan vinnustaðarins, og jafnvel ekki í sínu tengslaneti, sem þeir geta rætt við um áskoranir sínar.

Framtíðarlæsi stjórnenda

Eitt af verkefnum stjórnenda er að lesa í framtíðina. Lesa í áhrif tækniþróunar, aukins langlífis, loftslagsbreytinga o.s.frv. Svo ekki sé minnst á áhrif af breyttum þörfum og væntingum viðskiptavina og starfsfólks.

Þegar lesið er í framtíðina er gott að hafa ákveðna reynslu að spegla í. Það er ekki síður mikilvægt að vera forvitinn og viljugur til að breytast og prófa nýja hluti og aðferðir. Það sem kom okkur þangað sem við erum núna mun, vegna stöðugra breytinga og þróunar, ekki koma okkur á þann stað sem við stefnum á.

Svo er eitt að lesa í framtíðina og annað hvernig best er að bregðast við niðurstöðum lestursins.

Að breyta eða breyta ekki

Auðvitað er mikilvægt að gera sitt besta til að greina á milli hvenær væri gott að breyta og hvenær ekki. Manneskjunni er eðlislægt að óttast breytingar og því er oft aðeins of mikill vilji til að reyna að halda öllu eins og það hefur alltaf verið, eins og virkað hefur hingað til. Spurningin er hvort það muni virka vel til framtíðar litið. Það er alltaf erfitt að vita en þá kemur framtíðarlæsið til sögunnar, að lesa í mynstur (e. trend) og hvernig líklega er best að undirbúa sig undir breytta framtíð.

Góð stjórnun skapar samkeppnisforskot

Við ráðningar á stjórnendum er reynt að velja einstakling sem líklegastur er til að ná stefnu og markmiðum vinnustaðarins, eins og þau hafa verið sett á þeim tíma er ráðning fer fram. Þetta á líka við um ráðningar og almennt gildir að oftast er horft til fyrri reynslu og árangurs þegar metið er hver er hæfastur eða eftirsóknarverðastur í starf.

En við vitum að framtíðin er ekki eins og fortíðin og þá komum við að tækifærunum í góðri stjórnun og hvernig stjórnun getur skapað samkeppnisforskot fyrir vinnustaði.

Góð stjórnun og góðir stjórnendur, sem leggja sig fram við gott framtíðarlæsi og aðlögunarhæfni eru alltaf mikilvægir en ekki síst þegar komið er út úr ýmsum krísum, s.s. efnahagshruni eða heimsfaraldri, því í kjölfarið á slíkum krísum verða oft markverðar breytingar í umhverfinu, þörfum og væntingum viðskiptavina og starfsfólks.

Framtíðartrend 2022

Þegar lesið er í ýmsar framtíðarspár og trend fyrir árið 2022 er augljóst að mikið mun mæða á stjórnendum og að tekinn sé tími í að sinna góðri stjórnun.  

Aukin fjarvinna og auknar kröfur um sveigjanleika kalla á breytingar á því hvernig vinna er skipulögð, verkefnum er fylgt eftir, samskipti og traust byggð upp eða viðhaldið.

Aukin áhersla á heilsu og velsæld kallar á að stjórnendur þekki og styðji vel við fólkið sitt og þær áskoranir sem það kann að vera að glíma við, í vinnu og einkalífi.

Í janúar sl. birti Harvard Business Review grein um þau 11 atriði sem greinarhöfundar telja að muni móta framtíð vinnu á árinu 2022 og næstu árin. Eitt af þessum atriðum var sjálfviknivæðing ýmissa verkefna sem stjórnendur sinna í dag, til að skapa rými fyrir stjórnendur til að byggja upp betra samband við sitt starfsfólk.

Breyttar þarfir og væntingar vinnuaflsins kallar líka á breyttar aðferðir við ráðningar, þjálfun frammistöðustjórnun, endurgjöf, skipulag vinnuumhverfis o.fl.

Huga þarf að góðri nálgun við ofangreinda þætti til að skapa framúrskarandi vinnustaði og á sama tíma að halda uppi góðri skilvirkni og framleiðni.

Markaðslögmál vinnumarkaðarins

Á vinnumarkaði gilda ákveðin markaðslögmál eins og á öðrum mörkuðum, t.d. hið klassíska lögmál um framboð og eftirspurn.

Í dag, þegar atvinnuleysi er lítið og lausum störfum fjölgar, má segja að vinnumarkaðurinn sé í þeim ham sem kallað er launþegamarkaður eða markaður vinnandi einstaklinga.

Til viðbótar við það hafa valdahlutföll vinnuveitenda og launþega nokkuð nokkuð breyst á tímum, og í kjölfar heimsfaraldurs.

Vinnustaðir sem vilja hafa góða ímynd og vera í eftirspurn á markaði, þykja áhugaverðir fyrir hæfa einstaklinga og einnig fjárfesta hafa ekki val um annað en að tileinka sér nýja nálgun við stjórnun.

Í störfum mínum sem stjórnandi og sem stjórnunarráðgjafi hef ég unnið með stjórnendum sem hræðast breytingar, forðast að breytast og treysta á að allt leysist að sjálfu sér eða verði eins og áður.

Ég hef unnið með stjórnendum sem hafa tileinkað sér framtíðarlæsi og hafa sett tíma í að sinna stjórnuninni vel, með þeim aðferðum sem þykja bestar á hverjum tíma.

Það ætti ekki að koma á óvart hvorum hópnum gekk betur á öllum hefðbundnum mælikvörðum á árangri stjórnenda. Að mati starfsfólks, samstjórnenda og eigenda.

Ef þú vilt ræða stjórnun á þínum vinnustað eða hvernig þú getur þróað þig sem stjórnanda hafðu þá endilega samband.

~ Grein þessi birtist fyrst í Viðskiptablaðinu 2. mars 2022

 


Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,

  • einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki

  • sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum.

Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.

Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.


Módelið mitt

Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
sem stuðningsefni fyrir þá sem ég var að coacha eða markþjálfa.

Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.


Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?

Ratar þú um völundarhús tækifæranna?

Kannt þú að taka þátt á markaðstorgi þekkingar?

Veist þú hvað giggari er?

Vilt þú auka lífsgæði þín?

Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.


Hefur þú áhuga á að skoða eigin hæfni og möguleg tækifæri - eða ertu í pælingum um starfsþróun þína og vilt hugsa út fyrir boxið?

Viltu ná lengra á sömu braut og þú ert í dag eða viltu fara nýjar leiðir?

Þekkir þú tækifærin á vinnumarkaði framtíðarinnar?

Previous
Previous

Að laða að og halda í gott fólk

Next
Next

Eitruð vinnustaðamenning