360 Model 1_FullCopyright.jpg

Nálgun til að hámarka árangur og ánægju - á sama tíma,
í starfi og einkalífi

Fyrir nokkrum árum, þegar ég var búin að vera mikið að markþjálfa og var farin að sjá ákveðinn þráð meðal margra minna viðskiptavina, í því hverjar voru helstu áskoranir þeirra í einkalífi og starfi, setti ég saman þetta módel.

Kjarninn byggir á hugmyndinni um “Self-Leadership” og þeim þáttum lífsins sem mest af orku fólks fer í:

  1. Vinnan eða starfsframinn

  2. Samfélagið sem við búum í og þau samfélög eða félagsskapur sem við tilheyrum

  3. Umhverfið okkar, nærumhverfið okkar og svo í stærra samhengi

  4. Fjármálin

  5. Heilsan

  6. Sambönd og samskipti

Ytri hringurinn á svo við þá sem hafa eitthvað yfir öðrum að segja, annað hvort með mannaforráðum í vinnu eða einhverjum áhrifastöðum í sínu lífi og samfélagi.
Til að ná sem mestum árangri þar þarf að skoða og vinna með þessa þætti:

  1. Samskiptahæfni

  2. Sjálfstraust

  3. Teymið sem maður hefur eða velur í kringum sig

  4. Stefnan sem maður fylgir

  5. Eigin viðhorf

  6. Eigin þróun

Þetta módel eða þessa nálgun hef ég síðan mikið notað, bæði við markþjálfun og í kennslu.