Upplifun skiptir máli

Fólk gleymir því sem þú segir og fólk gleymir því sem þú gerir
en fólk gleymir ekki hvernig þú lést þeim líða

//

People will forget what you said, people will forget what you did,
but people will never forget how you made them feel.
~ Maya Angelou

Upplifun og upplifunarhagkerfi

Á síðast liðnum árum hefur athygli beinst í auknu mæli að því hvað upplifun skiptir miklu máli.
Jafnvel er farið að tala um upplifunarhagkerfi.
Væntanlega vegna þess að margt bendir til að yngri kynslóðir leggi enn meiri áherslu á góða upplifun en eldri kynslóðir og setji meiri fjármuni í að kaupa sér upplifun og minningar en eldri kynslóðir sem hugsuðu kannski meira um eignamyndun.

Allir vita að viðskiptavinir vilja góða upplifun. Að á þá sé hlustað, að tillögur þeirra séu teknar til greina, að þeir fái góða þjónustu, að þeim líði vel með þá vöru og þjónustu sem þeir kaupa.

Allir ættu líka að vita að starfsfólk vill góða upplifun. Að á það sé hlustað, að tillögur þeirra séu teknar til greina, að það fái góðan stuðning, að því líði vel með þann vinnustað sem það ver stórum hluta síns vökutíma á.

Hvað skapar góða upplifun á vinnustöðum?

Hér má lesa nokkur dæmi um þætti sem þykja almennt búa til góða upplifun á vinnustöðum:

Traust. Að upplifa gagnkvæmt traust, að geta treyst öðrum og að sér sé treyst. Að upplifa gegnsæ og heiðarleg samskipti sem byggja á gagnkvæmu trausti.
Traust skapar hvatningu, eykur sköpunargetu og samvinnu og dregur úr starfsmannaveltu.

Ábyrg yfirstjórn. Nátengt trausti þá skiptir það vinnuaflið máli að yfirstjórn hugsi ekki mjög þröngt um rekstrarniðurstöður heldur líka hvernig upplifun starfsfólks getur haft þar áhrif á. Stjórnendur sem spyrja starfsfólk spurninga og hlusta á það eru ábyrgir, skapa traust og góða upplifun.

Góð stjórnun. Til að skapa góða upplifun, laða að og halda í gott fólk er mikilvægt að stjórnendur hugsi um árangur og ánægju á sama tíma. Leggi sig fram við að leiðbeina, styðja og hvetja aðra til að ná árangri, þróast og þroskast í starfi.. Að vera auðmjúkir og sjálfir stöðugt að læra og aðlagast.

Að vita til hvers er ætlast af sér. Það að þekkja hlutverk, sýn og stefnu vinnustaðarins og vera með skýr markmið og mælikvarða í samræmi við það hjálpar fólki að skilja betur samhengi hlutanna og skilja hvernig þeirra eigið framlag hefur áhrif. Það skapar góða upplifun.

Að tekið sé eftir því sem vel er gert. Mikilvægt er að stjórnendur taki eftir því sem vel er gert. Ekki bara til að hrósa eða umbuna heldur líka til að taka eftir þeim sem eru efnilegir eða standa sig vel og gefa þeim tækifæri til að læra og þróast, faglega og persónulega.

Persónulegur stuðningur. Það skapar góða upplifun þegar starfsfólk upplifir að stjórnendur leggi sig fram við að þekkja það og þeirra persónulegu þarfir og aðstæður. Stuðningur við líkamlega og andlega heilsu, nám og fjölskylduaðstæður skapar alltaf góða upplifun.

Fjölbreytileiki og inngilding. Vinnustaðir þar sem fólk sér að allir fá jöfn tækifæri, að njóta sín og að tilheyra, óháð persónulegum bakgrunni, skiptir æ meira mæli. Vinnustaðir þurfa líka á öllu góðu fólki að halda og ættu því að leggja rækt við þessa þætti.

Starfsumhverfi. Áþreifanleg vinnuaðstaða, tækni, stjórnun, óáþreifanleg vinnustaðarmenning o.fl. eru allt hluti af daglegu starfsumhverfi fólks og skiptir máli að hanna og haga þeim hlutum þannig að sem best upplifun skapist.

Fjölbreyttir snertifletir og heildarupplifun

Fyrir vinnustaði og stjórnendur er mikilvægt að átta sig á öllum snertiflötum sem vinnuafl á við vinnustaðinn, hvort sem það er mögulegt vinnuafl eða núverandi vinnuafl, starfsfólk og aðrir sem vinna fyrir vinnustaðinn.

Dæmi um snertifleti geta verið upplýsingar á heimasíðu, viðmót í atvinnuviðtali, viðmót í starfsmannasamtali, stuðningur við faglega og persónulega þróun, viðmót og stuðningur við starfslok.

Allir snertifletirnir pakkast svo saman í einhvers konar ferðalag eða tímalínu og til samans myndast á þeim heildarupplifun fólks af vinnustaðnum (e. employee journey), líkt og við þekkjum með upplifun viðskiptavina (e. customer journey).

Það er hagkvæmara fyrir vinnustaði að halda í gott fólk en að missa það frá sér, t.d. vegna miður góðrar upplifunar, og þurfa svo að ráða inn og þjálfa nýtt fólk – alveg eins og það er hagkvæmara að selja meira til núverandi viðskiptavina en að ná í nýja.

Hafðu samband ef þig vantar aðstoð við að kortleggja snertifletina og hanna og skapa sem besta upplifun á þeim öllum,
með það að markmiði að bæta ímynd vinnustaðarins, auka starfsánægju, auka ánægju viðskiptavina
- og þar með að bæta rekstrarniðurstöður.

—-
Ef þinn vinnustað vantar stjórnunarráðgjöf eða stjórnendaþjálfun þá ekki hika við að hafa samband.

Herdís Pála er reyndur og farsæll stjórnandi sem hefur sinnt ráðgjöf og þjálfun fyrir fjölmarga vinnustaði og stjórnendur.


 


Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,

  • einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki

  • sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum

Hér má lesa umsagnir og sjá dæmi um vinnustaði sem ég hef unnið fyrir.

Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.

Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.


Módelið mitt

Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
sem stuðningsefni fyrir þá sem ég var að coacha eða markþjálfa.

Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.


Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?

Viltu auka atvinnuhæfni þína og læra að skapa þér fleiri tækifæri til framtíðar litið?

Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.

Einnig má nálgast bókina á Storytel.


Previous
Previous

Taktu betri ákvarðanir

Next
Next

Forstjórinn sem sendi alla millistjórnendur í vikufrí.