Erfiður vinnumarkaður?

Þegar atvinnuleysi er í hærri kantinum og margir að leita að vinnu er gjarnan talað um vinnuveitendamarkað.
Þá eru vinnuveitendur í sterkari samningsstöðu og geta valið úr fleiri einstaklingum en þegar markaðurinn er í meira jafnvægi.

Þegar atvinnuleysi er lítið, kannski ekki margir að leita að vinnu og jafnvel þannig að það vanti fólk í störf er gjarnan talað um launþegamarkað.
Þá geta þá launþegar, eða vinnuafl almennt, valið úr fleiri störfum eða verkefnum en þegar markaðurinn er í meira jafnvægi og eru þá einnig oft í sterkari samningsstöðu þegar kemur að launum og öðrum kjörum.

Um þessar mundir vera nokkuð mikið flot á vinnumarkaðnum, bæði hefur störfum verið að fjölga en einnig eru margir að færa sig á milli vinnustaða og enn aðrir að hætta í vinnu án þess að vera endilega komnir með eitthvað ákveðið að gera.

Það er því ekki ólíklegt að mörgum vinnuveitendum þyki markaðurinn nokkuð erfiður núna og því góður tími til að hugsa marga hluti upp á nýtt, eins og hvaða leiðir virka vel í dag til að laða að og halda í gott fólk.

Hvernig má laða að fleiri og hæfari umsækjendur?

Ef þú ert ekki að fá nægilega mikið af umsóknum eða frá nægjanlega sterkum umsækjendum eru nokkur atriði sem getur verið gott fyrir þig að hafa í huga.

  • Ímynd þíns fyrirtækis sem vinnustaðar
    Hvernig er talað um þitt fyrirtæki sem vinnustað? Þykir flott eða eftirsóknarvert að vinna hjá þínu fyrirtæki? Er verið að gera einhverja nýja og spennandi hluti, á sviði tækni, nýsköpunar eða annað? Er hugsað vel um starfsfólkið? Þykja launin samkeppnishæf? Er hugsað vel um viðskiptavini, samfélagið og umhverfið allt?

  • Umræðan um menninguna á þínum vinnustað
    Hvernig er talað um menninguna á þínum vinnustað? Hvernig eru samskipti stjórnenda og starfsfólks? Er vinnustaðurinn fjölskylduvænn? Er virðing borin fyrir fjölbreytileika? Er sveigjanleiki í vinnutíma og staðsetningu? Er stuðningur við almenna velsæld?

  • Ásýnd og styrkur stjórnenda á vinnustaðnum
    Eru stjórnendur á vinnustaðnum leiðandi á sínu sviði? Eru þau þekkt sem öflugt fagfólk? Sinna þau kennslu eða heimsóknum í háskólana? Tala þau á ráðstefnum í sínu fagi? Leggja þau sig fram við að styðja og leiðbeina starfsfólki? Leggja þau metnað sinn í að hjálpa öðru fólki að vaxa í starfi?

Þú þarft sem sagt að vinna í því að gera vinnustaðinn ómótstæðilegan í augum þeirra einstaklinga sem eru hvað álitlegastir fyrir þinn vinnustað.

Hvernig má gera vinnustaðinn ómótstæðilegan?

Ómótstæðilegur vinnustaður getur verið það jafnt fyrir eigendur og starfsfólk, þegar saman fer mikil starfsánægja og mikið framlag starfsfólks, þegar virkni (e. engagement) starfsfólks er sem mest.

Nokkur atriði sem geta gert vinnustað ómótstæðilegan eru t.d.:

  • Fyrirtæki og stjórnendur þurfa að hlusta vel, mæla og fanga endurgjöf og viðhorf starfsfólks á hverjum tíma – og aðlaga stjórnun og vinnuumhverfi að því sem verið er að kalla eftir

  • Það að hlusta á raddir starfsfólks og vinna í að auka virkni vinnuaflsins alls er ekki eingöngu verkefni mannauðsdeilda heldur alls stjórnendahópsins

  • Stjórnun þarf að vera vel sinnt, með skýrum markmiðum, nútímalegri frammistöðustjórnun, stuðningi við þróun og velsæld starfsfólks o.fl.

  • Tækifæri þurfa að vera til vaxtar og þroska, stuðningur og leiðbeiningar stjórnenda, stöðugt aðgengi að þjálfun, tækifæri til nýrra verkefna á vinnustaðnum o.fl.

  • Vinnan þarf að hafa tilgang, starfsfólk að upplifa sjálfræði, tilheyra öflugum teymum og hafa rými til að eiga gott samtal og sambönd við samstarfsfólk á vinnustaðnum

Hvað ef ekki finnst fólk með „réttan“ bakgrunn?

Oft eru umsækjendur fyrst og fremst metnir út frá prófgráðum og fyrri störfum eða vinnustöðum.

Nú er ekki víst að það gangi, og kannski ekki lengur besta aðferðin, svo mikilvægt er að horfa til annarra þátta.

Sem dæmi má skoða hvernig einstaklingurinn hentar inn í menninguna á vinnustaðnum? Er viðkomandi metnaðarfullur? Með góða samskiptahæfni og tilfinningagreind? Sérðu möguleika (e. potential) í viðkomandi?
Er eitthvað í hans fari og hæfniþáttum sem þú sérð að þú getur ræktað áfram og þjálfað viðkomandi upp í að verða góður starfskraftur á þínum vinnustað?

Forvarnar-aðgerðir

Nú eins og alltaf er mjög mikilvægt að hugsa vel um þau sem þegar vinna fyrir þig, sérstaklega þau sem eru með hvað besta frammistöðu, þannig að þau séu ekki að hugsa sér til hreyfings.

Taktu þér tíma til að sinna því fólki, eiga við það gott samtal, heyra hvað þau eru að hugsa, hvaða endurgjöf þau eru að gefa þér og vinnustaðnum.

Og svo varðandi þau sem velja að fara, sérstaklega þau sem hafa verið með góða frammistöðu, er mikilvægt að standa þannig að starfslokunum að þau gætu mögulega hugsað sér að koma aftur til starfa fyrir þig - oft eru það góðar ráðningar, að fá aftur inni fyrra starfsfólk sem þekkir vel verkefni, menningu, viðskiptavini og áskoranir vinnustaðarins.

—-

Ef þig vantar hjálp við að gera vinnustaðinn þinn ómótstæðilegan hafðu þá endilega samband.


Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,

  • einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki

  • sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum.

Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.

Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.


Módelið mitt

Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
þegar ég var sem mest að coacha eða markþjálfa.

Mínir viðskiptavinir voru helst stjórnendur sem vildu styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vildu huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.


Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?

Ratar þú um völundarhús tækifæranna?

Kannt þú að taka þátt á markaðstorgi þekkingar?

Veist þú hvað giggari er?

Vilt þú auka lífsgæði þín?

Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.


Hefur þú áhuga á að skoða eigin hæfni og möguleg tækifæri - eða ertu í pælingum um starfsþróun þína og vilt hugsa út fyrir boxið?

Viltu ná lengra á sömu braut og þú ert í dag eða viltu fara nýjar leiðir?

Þekkir þú tækifærin á vinnumarkaði framtíðarinnar?

Previous
Previous

Eitruð vinnustaðamenning

Next
Next

Stjórnun er fag