Myndir þú ráða þig í starfið þitt?

Fyrir nokkrum árum var ég með einstakling í markþjálfun sem átti sitt eigið fyrirtæki en var því miður í stöðugu basli. Ég spurði hann hvort hann myndi ráða sig til að vinna það starf sem hann var að vinna í fyrirtækinu sínu, byggt á því hvernig hann var að vinna sína vinnu. Eftir ansi langt hlé sagði hann: „Nei, líklega ekki, ég myndi vilja meira frá starfsmanni mínum en ég er að gera“. 

Hvað með þig - myndir þú ráða þig í starfið þitt?
Hvort sem þú ert að vinna fyrir einhvern annan sem starfsmaður, eða ef þú ert að reka þitt eigið fyrirtæki - myndir þú ráða þig út frá þeirri frammistöðu sem þú sýnir eða þeim árangri sem þú ert að ná?
 - Getur þú staðið undir þeim væntingum sem þú hefur til annarra?
 - Getur þú uppfyllt þær kröfur sem þú gerir til annarra?
Kemur þú hlutum í framkvæmd? Forgangsraðar þú verkefnum þínum og tíma? Skapar þú ný tækifæri og tengsl? Notar þú skapandi hugsun til að finna nýjar leiðir, t.d. við að spara kostnað og auka tekjur? Ert þú að afkasta jafn miklu, vinna með mikilli skilvirkni og ná jafn miklum árangri og þú vilt að aðrir geri? 

Ef þú getur með sanni sagt að þú myndir ráða þig í starfið þitt, miðað við þann árangur sem þú ert að sýna, þá held ég að þú sért í góðum málum.
Ef ekki, skoðaðu þá hverju þú þarft að breyta - hvað heldurðu að yfirmaður þinn, vinnufélagar þínir, samstarfsaðilar þínir, eða viðskiptavinir vilji að þú gerir öðruvísi - hvað myndi fylla þig stolti?

„Ekki lækka væntingar þínar til að mæta árangri þínum. Hækkaðu frammistöðu þína til að uppfylla væntingar þínar ”~ Ralph Marston

Frammistaða þín er það sem þú hefur að selja og byggir upp orðspor þitt og verðmæti á markaðnum, fjárfestu tíma þínum og orku skynsamlega til að ná sem mestri ávöxtun.

Gangi þér vel!

Módelið mitt

Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
þegar ég var sem mest að coacha eða markþjálfa.

Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum,
vilja ná 360° árangri, í leik og starfi.


Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.


Previous
Previous

6 leiðir til að vaxa, í einkalífi og starfi - á sama tíma