Eru stjórnendur enn aðalástæða þess að fólk hættir í starfi?

Það hefur lengi verið sagt að fólk ráði sig til vinnustaða en hætti út af yfirmanni.

Þá vegna upplifunar starfsfólks um að yfirmaðurinn sé ekki góður yfirmaður, sem gæti birst t.d. í lélegum samskiptum, skorti á hvatningu og stuðningi eða öðru álíka.

Með breyttu skipulagi vinnustaða, sem í dag er oft orðið það sem við köllum flatara og fólk farið að vinna meira í teymum, þá minnkar oft að ákveðnu marki vægi þess að hafa góðan yfirmann og teymið og vinnustaðarmenningin fara að skipta meira máli.

Og nú í seinni tíð einnig hversu mikill sveigjanleiki og sjálfræði er í boði á vinnustaðnum.

Það breytir því ekki að fólk vill enn hafa góðan yfirmann og vinnustaðir þurfa góða stjórnendur sem hjálpa til við að nýta styrkleika fólks sem best, hámarka frammistöðu, leiðbeina, hvetja og styðja fólk, hafa almennt góð áhrif á vinnustaðinn.

Góð upplifun

Það sem nýjar rannsóknir eru nú að sýna fram á að skipti mestu máli, til að laða að og halda í fólk, er að skapa góða almenna upplifun fyrir starfsfólk. Líkt og gert er fyrir viðskiptavini.

Í nýlegri bandarískri rannsókn voru þrjár helstu ástæður þess að fólk hættir í starfi þessar; upplifun starfsfólks um sanngirni og samkeppnishæfni launa, miður góð vinnustaðarmenning og samband við næsta yfirmann.

Metnaðarfullir vinnustaðir kortleggja alla snertifleti viðskiptavina við vinnustaðinn og huga að góðri upplifun á þeim öllum, hvort sem þeir snertifletir eru rafrænir eða hvort þeir byggi á mannlegum samskiptum.

Sama þarf að gera með snertifleti fólks við vinnustaði. Kortleggja þá alla, rafræna snertifleti og mannlega snertifleti, og gera upplifunina sem besta. Bjóða upp á samkeppnishæf kjör, heilbrigða vinnustaðarmenningu og síðast en ekki síst góða stjórnendur.


Stjórnendur skipta enn miklu máli

Þó stjórnendur hafi nú minna vægi en oft áður í ákvörðun fólks um að vera eða fara þá skipta þeir enn gífurlega miklu máli og hafa enn mikil áhrif á hvort fólk hugsar um að hætta í starfi eða hættir í starfi, stjórnun þeirra getur haft mjög mikil áhrif á starfsmannaveltu vinnustaðarins.

Stjórnendur eru enn stór áhrifaþáttur varðandi upplifun fólks af vinnustað. Þeir ættu að leggja sig fram við að skapa góða upplifun fyrir sitt fólk. Ekki bara í gegnum reglulegan gleðskap heldur miklu frekar til að skapa sýn og varða leið. Leiðbeina, hvetja og styðja sitt fólk. Allt með það að markmiði að hámarka árangur og ánægju, á sama tíma. Stjórnun þeirra getur haft mjög mikil áhrif á hversu vel gengur að halda í gott fólk.

Stjórnun og stjórnunaraðferðir þurfa að þróast eins og annað og því er innihald góðrar stjórnendaþjálfunar líka að breytast.

Nú þarf að huga vel að hæfni til framtíðar, hugarfari og hegðun stjórnenda, þannig að þeir styðji sem best við árangur vinnustaðarins, á fjölmörgum ólíkum mælikvörðum, og við árangur, ánægju og upplifun fólksins sem vinnur fyrir vinnustaðinn. Hvort sem það er fólk í föstu starfi, hlutastarfi eða giggarar sem leysa verkefni fyrir vinnustaðinn. Allt saman er þetta vinnuafl vinnustaðarins, sem vinnustaðurinn þarf á að halda.


Ef þinn vinnustað vantar stjórnunarráðgjöf eða stjórnendaþjálfun þá ekki hika við að hafa samband.

Herdís Pála er reyndur og farsæll stjórnandi sem hefur sinnt ráðgjöf og þjálfun fyrir fjölmarga vinnustaði og stjórnendur.


 


Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,

  • einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki

  • sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum

Hér má lesa umsagnir og sjá dæmi um vinnustaði sem ég hef unnið fyrir.

Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.

Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.


Módelið mitt

Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
sem stuðningsefni fyrir þá sem ég var að coacha eða markþjálfa.

Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.


Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?

Viltu auka atvinnuhæfni þína og læra að skapa þér fleiri tækifæri til framtíðar litið?

Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.

Einnig má nálgast bókina á Storytel.


Previous
Previous

10 breytingar sem stjórnendur þurfa að aðlagast

Next
Next

Fjarvinna og breytingar í stjórnun - ógn eða tækifæri?