Velsæld er góður bissness

Fyrir nokkrum árum var ég að vinna fyrir stjórnanda íslensks fyrirtækis og kynnti fyrir honum tillögu mína að velsældarstefnu fyrir fyrirtækið.
Ég hafði nýlega verið á ráðstefnu erlendis og í framhaldinu kynnt mér ýmsar rannsóknir um velsæld á vinnustöðum.
Ég var sannfærð um að það mætti auka samkeppnisforskot fyrirtækisins með því að taka stærri skref en það var þegar að gera þegar kom að því að hugsa vel um starfsfólkið sitt, sem þetta fyrirtæki og stjórnendur þess gerðu svo sannarlega.

Samkeppnisforskotið myndi meðal annars felast í því að fyrirtækið myndi laða að fleiri umsækjendur og geta því valið úr stærri hópi umsækjenda. Starfsmannavelta myndi minnka. Starfsfólki yrði ánægðara í starfi og meira skapandi. Ímynd fyrirtækisins yrði enn betri.

Þessi stjórnandi sem ég var að vinna fyrir var ekki til í þetta, hann var hræddur um hvernig þetta liti út gagnvart stjórn fyrirtækisins, að þetta myndi þykja of „soft“ og að fyrirtækið væri að breytast í einhverju heilsustofnun.

Svo liðu nokkur ár og þá snar jókst umræðan um mikilvægi velsældar á vinnustöðum, ekki síst vegna fjölgunar fólks sem var að lenda í starfsþroti eða kulnun.

Í dag eru sem betur fer fleiri farnir að huga betur að velsæld á vinnustöðum eða að huga að góðri upplifun á vinnustaðnum og gera hann aðeins meira mannlegan.

Ég endaði reyndar með að fá að innleiða fyrir þetta fyrirtæki margt af því sem stóð í umræddri stefnu en þá meira sem stakar aðgerðir, viðburði og breytingar á ýmsum reglum, en ekki sem heildstæða stefnu.

Að mínu mati tapaði þetta fyrirtæki af frábæru tækifæri til að vera fyrsta íslenska fyrirtækið til að vera með heildstæða stefnu í þessum málum og vera þannig ákveðin fyrirmynd á markaði.

Stundum getur verið erfitt að reikna nákvæmlega hver arðsemin er af fjárfestingum í þáttum sem snúa að mannauði og menningu vinnustaða. Ekki hjálpar heldur til að samkvæmt reikningsskilastöðlum teljast þetta ekki fjárfestingar heldur kostnaður, og honum er alltaf reynt að halda niðri.

Stundum þurfa stjórnendur bara að vera ögn hugrakkari. Þora að fylgja eigin sannfæringu, sérstaklega ef til eru rannsóknir eða tölur sem styðja við málstaðinn. Hræðast ekki að líta út fyrir að vera of „soft“.

Markmiðið með að auka velsæld á vinnustöðum hlýtur alltaf að vera að laða að og halda í hæft fólk. Að styðja við fólk þannig að það blómstri í verkefnum sínum, í starfi og einkaklífi, þannig að þegar að kemur að vinnunni þá verði mælanlegur árangur enn meiri. Á sama tíma ættu almenn lífsgæði og heilsa fólks, líkamleg og andleg, að verða betri.

Það er ekki nóg, ef auka á velsæld á vinnustöðum, að bjóða bara upp á einn og einn fyrirlestur fyrir starfsfólk eða senda stjórnendur á eitt námskeið.
Skoða ætti vinnustaðarmenninguna í heild sinni, starfsumhverfið og stjórnun og leggja mat á hvort þar sé samhljómur við velsæld.

Dæmi um fyrirtæki sem skilur mikilvægi velsældar á vinnustöðum og hefur hugrekki til að fara nýjar leiðir í þeim efnum er Deloitte.
Í höfuðstöðvum Deloitte í Bandaríkjunum starfar Chief Wellbeing Officer, eða framkvæmdastjóri velsældar.
Starfinu gegnir nú Jen Fisher sem hefur skrifað heilmikið um velsæld á vinnustöðum.

Góðu fréttirnar í þessu öllum saman eru þær að velsæld er sannarlega góður bissness og ef þú telur að þú getir lært meira um velsæld á vinnustöðum, eða hvaða leiðir væru heppilegastar fyrir þinn vinnustað, þá eru margar leiðir færar til þess.
Þú gætir lesið bækur, farið á námskeið, hlustað á fyrirlestra á netinu eða nýtt þér þjónustu ráðgjafa.

—-

Ef þig vantar hjálp við að finna leiðir til að auka velsæld á þínum vinnustað hafðu þá endilega samband.


Módelið mitt

Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
þegar ég var sem mest að coacha eða markþjálfa.

Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum
- vilja ná 360° árangri, í leik og starfi.


Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.


Previous
Previous

Mjúkir hæfniþættir - alveg grjótharðir!

Next
Next

Það besta sem Covid hefur gefið okkur