Vertu stjórnandinn sem þig dreymdi um að hafa

Að vera stjórnandinn sem þig dreymdi um að hafa byrjar á sjálfsskoðun. Það skiptir ekki máli hvort það eina sem þú stjórnar núna séu þín eigin verkefni. Eða hvort þú ert verkefnastjóri eða stjórnandi með þína eigin deild. Það skiptir heldur ekki máli hvort þú ert að viltu fyrir þér muninum á hugtökunum stjórnandi eða leiðtogi. Eða hvort fólk fæðist sem leiðtogar eða getur lært að vera leiðtogar. Sjálfstjórn er lykillinn að allri þessari umræðu. Byrjaðu á því að skoða sjálfan þig og stjórna eða leiða sjálfan þig - til að vera allt sem þú vilt vera.

Viðhorf - til að vera stjórnandinn sem þig dreymdi um að hafa

Hugsaðu um þig sem farsæla manneskju. Þú skalt alltaf búast við því besta frá öðrum, og sjálfum þér. Auktu árangur þinn til að mæta væntingum þínum. Fagnaður áskorunum og notaðu þær til að vaxa. Hugsaðu um vandamál sem tækifæri til að læra af. Verðu meiri tíma í að hugsa og tala um lausnir og tækifæri. Það gefur þér minni tíma til að vera fastur í að hugsa eða tala um vandamál og hindranir. Vertu tilbúinn að stökkva þegar tækifærin banka upp á. Eða enn betra, búðu til þín eigin tækifæri. Hjálpaðu öðrum og deildu með öðrum og þannig gerir þú kökuna stærri fyrir alla.

Samskipti - til að vera stjórnandinn sem þig dreymdi um að hafa

Segðu það sem þú meinar og meintu það sem þú segir. Vertu blátt áfram en samt tillitssamur í samskiptum þínum. Mundu að hlustun er stór hluti af góðri samskiptahæfni. Ekki vera feiminn við að segja fallega hluti við annað fólk. Vertu styðjandi og hvetjandi í endurgjöf þinni til annarra. Vertu viss um að tala þannig að fólk skilji það sem þú vilt að það heyri. Ekki hika við að biðja um endurgjöf fyrir þig, á þína frammistöðu. Æfðu þig í að tala fyrir framan aðra. Ekki segja nei þegar þú færð tækifæri til að tala á fundum. Eða tala fyrir hönd teymisins, deildarinnar eða fyrirtækisins. Þú gætir einnig boðið þig fram til að deila reynslu þinni og þekkingu með ýmsum fagfélögum og hópum sem gætu haft gagn af því.

Eigin þróun - til að vera stjórnandinn sem þig dreymdi um að hafa.

Taktu þér reglulega tíma til að leggja mat á faglegan þroska þinn og þróun. Ertu að gera allt eins, og á sama hátt, og þú varst að gera fyrir árið síðan? Eða ertu að þroskast í áskorunum þínum og ferli þínum? Er kominn tími til að lesa bók, fara á námskeið, fara á vefnámskeið, málstofu eða ráðstefnu? Tími til að birta blogg, LinkedIn færslu eða grein? Að miðla þekkingu þinni opinberlega er liður í að byggja upp faglegt vörumerki þitt. Sem er ómissandi liður í því, nú til dags, að þróa og efla sjálfan þig sem fagmann.

Sjálfstraust - til að vera stjórnandinn sem þig dreymdi um að hafa

Vertu viss um hver þú ert og fyrir hvað þú vilt standa. Vertu nógu öruggur með þig til að segja takk þegar þú færð hrós. Sömuleiðis þegar tækifæri verða á vegi þínum. Hafðu nógu mikið sjálfstraust til að gera kröfur til þín. Hafðu og sýndu nógu mikið sjálfstraust til að veita kollegum þínum eða starfsfólki heiðurinn af afrekum sínum. Hafðu sjálfstraust til að miðla þekkingu þinni og hjálpa öðrum í áskorunum sínum.

Teymið þitt - til að vera stjórnandinn sem þig dreymdi um að hafa

Veldu vel með hverjum þú velur að vinna eða hverja þú vilt hafa í teyminu þínu. Veldu vel fólkið sem þú umkringir þig með. Veldu að hafa í kringum þig fólk sem skorar á þig og heldur þér ábyrgum í því að ná markmiðum þínum. Veldu að umgangast fólk sem þú getur lært af. Byggðu upp fagleg tengsl sem hluti af stefnu þinni. Veldu góðan mentor eða markþjálfa / coach fyrir sjálfan þig. Ekki vera hræddur við að tengjast fólkinu í teyminu þínu, á sama tíma og þú passar samt upp á að hafa heilbrigð mörk.

—-

Ef þig vantar hjálp til að verða enn betri stjórnandi, breyta stjórnunarstíl eða nálgast stjórnun með nýjum hætti hafðu þá endilega samband.

Previous
Previous

Er spennan fyrir starfinu farin?

Next
Next

6 leiðir til að vaxa, í einkalífi og starfi - á sama tíma