Losum úr læðingi allt það sem við erum fær um
- til hámörkunar árangurs og ánægju.
Til að vinna að auknum árangri vinnustaða og starfsfólks
vinn ég mikið með aðferðafræði
sem kallast Self-Leadership, að fólk taki sjálft aukna ábyrgð.
Nokkrir af þeim vinnustöðum sem ég hef unnið fyrir:
“Being a self-leader is to serve as
chief, captain, president, or CEO
of one’s own life”
— Peter Drucker
Af hverju þú ættir að leita til mín:
Ég hef starfað við stjórnun frá árinu 2000, mest á sviði mannauðsstjórnunar en einnig á sviði rekstrar, markaðsmála, húsnæðismála o.fl.
Af þeim tíma hef ég í 13 ár verið í framkvæmdastjórnun þeirra fyrirtækja sem ég hef starfað hjá, en ég hef einnig setið í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka og sinnt ýmsum sjálfboðaliðastörfum.
Ég hef mikið verið í breytingastjórnun, m.a. tengt sameiningum fyrirtækja, við að breyta menningu og ímynd fyrirtækja o.fl.
Einnig stuðningi við stjórnendur með þeirra hlutverk og almenna starfsmenn, varðandi hvernig þeir geta sem best haldið áfram í breytilegu umhverfi.
Á undanförnum árum hafa birst eftir mig mikill fjöldi greina um stjórnun en einnig hef ég mætt í fjölmörg viðtöl í útvarpi og sjónvarpi, um stjórnun og ýmislegt sem tengist mannauðsmálum.
Einnig hef ég talað á mörgum ráðstefnum, innanlands og utan.
Ég lauk MBA námi frá University of New Haven í CT, USA, vorið 2000.
Ég lauk námi í Executive Coaching frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012.
Ég fékk ACC vottun markþjálfa frá ICF árið 2013 og endurnýjaði vottunina svo árið 2016. Sökum anna náði ég ekki að endurnýja vottunina árið 2019 - en getan til að markþjálfa er enn til staðar.