Ég er harður aðdáandi hugtaksins “Self-Leadership” og nota það mikið í kennslu og einnig við stjórnendaþjálfun og ráðgjöf.
Ég hef starfað við stjórnun með einum eða öðrum hætti frá árinu 2000. Af þeim tíma hef ég í 13 ár átt sæti í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og einnig starfað erlendis, í stjórnendastarfi hjá alþjóðlegri stofnun.
Ég hef að auki setið í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka og sinnt ýmsum sjálfboðaliðastörfum.
Verkefni mín hafa aðallega verið á sviði almennrar mannauðsstjórnunar en einnig á sviði rekstrar, markaðsmála, húsnæðismála o.fl.
Ég hef líka mikið verið í breytingastjórnun, tengt sameiningum fyrirtækja, við að breyta menningu og ímynd o.fl.
Einnig stuðningi við stjórnendur með þeirra hlutverk og almenna starfsmenn, varðandi hvernig þeir geta sem best haldið áfram í breytilegu umhverfi.
Sjá meira hér um minn starfsferil, hæfni og umsagnir um mig og mín störf: Herdis Pala Palsdottir | LinkedIn
—-
Til að styðja stjórnendur til farsællar breytingastjórnunar hef ég náð mér í réttindi til að nota próf sem mælir aðlögunarhæfni, AQ (Adaptability Quotient). Hægt er að nota prófið með einstaklingum, teymum og vinnustöðum í heild. Prófið metur 15 þætti í 3 flokkum; Ability, Character og Environment.
Fylgja má niðurstöðum eftir með þjálfun og stuðningi, fyrir einstaklinga eða teymi.
—-
Á undanförnum árum hafa birst eftir mig mikill fjöldi greina um stjórnun en einnig hef ég mætt í fjölmörg viðtöl í útvarpi og sjónvarpi, um stjórnun og ýmislegt sem tengist mannauðsmálum.
Einnig hef ég talað á mörgum ráðstefnum, innanlands og utan, t.d. í Bretlandi, Sviss, Slóvakíu og Rúmeníu.
Sjálf hef ég mjög gaman af að lesa og fræðast - en ekki síður að miðla þekkingu minni og reynslu með öðrum.
Þessa dagana er mér mjög hugleikið að skoða allt varðandi framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuafls og vinnumarkaðar og að sjálfsögðu nýtingu gervigreindar í daglegum störfum.
—-
Ég lauk MBA námi frá University of New Haven í CT, USA, vorið 2000.
Ég lauk námi í Executive Coaching frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012.
Ég fékk ACC vottun markþjálfa frá ICF árið 2013 og endurnýjaði vottunina svo árið 2016.
- Sökum anna náði ég ekki að endurnýja vottunina árið 2019 en þekkingin og getan til að markþjálfa er að sjálfsögðu enn til staðar.









