Ég er harður aðdáandi hugtaksins “Self-Leadership” og nota það mikið í kennslu og einnig við stjórnendaþjálfun og ráðgjöf.

Ég hef starfað við stjórnun frá árinu 2000, þar af 13 ár í framkvæmdastjórnum.

Verkefni mín hafa aðallega verið á sviði almennrar mannauðsstjórnunar en einnig á sviði rekstrar, markaðsmála, húsnæðismála o.fl.

Ég hef einnig setið í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka og sinnt ýmsum sjálfboðaliðastörfum.

Ég hef mikið verið í breytingastjórnun tengt sameiningum fyrirtækja, við að breyta menningu og ímynd o.fl.
Einnig stuðningi við stjórnendur með þeirra hlutverk og almenna starfsmenn, varðandi hvernig þeir geta sem best haldið áfram í breytilegu umhverfi.

—-

Til að styðja stjórnendur til farsællar breytingastjórnunar hef ég náð mér í réttindi til að nota próf sem mælir aðlögunarhæfni, AQ (Adaptability Quotient). Hægt er að nota prófið með einstaklingum, teymum og vinnustöðum í heild. Prófið metur 15 þætti í 3 flokkum; Ability, Character og Environment.
Fylgja má niðurstöðum eftir með þjálfun og stuðningi, fyrir einstaklinga eða teymi.

—-

Á undanförnum árum hafa birst eftir mig mikill fjöldi greina um stjórnun en einnig hef ég mætt í fjölmörg viðtöl í útvarpi og sjónvarpi, um stjórnun og ýmislegt sem tengist mannauðsmálum.
Einnig hef ég talað á mörgum ráðstefnum, innanlands og utan, t.d. í Bretlandi, Sviss, Slóvakíu og Rúmeníu.

Sjálf hef ég mjög gaman af að lesa og fræðast - en ekki síður að miðla þekkingu minni og reynslu með öðrum.

Þessa dagana er mér mjög hugleikið að skoða allt varðandi framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuafls og vinnumarkaðar.

—-

Ég lauk MBA námi frá University of New Haven í CT, USA, vorið 2000.

Ég lauk námi í Executive Coaching frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012.
Ég fékk ACC vottun markþjálfa frá ICF árið 2013 og endurnýjaði vottunina svo árið 2016. Sökum anna náði ég ekki að endurnýja vottunina árið 2019 - en þekkingin og getan til að markþjálfa er að sjálfsögðu enn til staðar.

Knowing yourself
is the beginning of all wisdom
– Aristotle