Þátttaka í ráðstefnum og stórum fundum

Ert þú að leita að einhverjum til að halda erindi á ráðstefnu, taka þátt í panelumræðum eða koma með innlegg inn á fundi?

Ég hef haldið erindi fyrir hópa af ýmsum stærðum, frá nokkrum einstaklingum upp í nokkur hundruð einstaklinga, á íslensku og ensku, hérlendis og erlendis.

Megin þemu þess sem ég er vön að fjalla um:

Sjálfsforysta

Erindi sem fjalla um það að taka aukna ábyrgð á sjálfum sér, í vinnu og einkalífi, að iðka sjálfsforystu, eða Self-Leadership

Erindi_Ráðstefnustjórn hjá Stjórnvísi.jpg

Að stjórna öðrum

Alls kyns erindi er snúa að stjórnun og leiðtogafræðum, breytingastjórnun og aðlögunarhæfni.

Framtíð vinnu

Ég hef mikið rannsakað, skrifað og talað um framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuafls og vinnumarkaðar.

 

“Við hjá EY á Íslandi fengum Herdísi Pálu í heimsókn til okkar með áhugaverðan fyrirlestur um áhrif breytinga á vinnustaði og einstaklinga.
Herdís Pála fór meðal annars yfir hvaða stjórnendur þyrftu að varast þegar fyrirtæki væri að fara í gegnum breytingar ásamt því að fara yfir hvernig við gætum eflt getu okkar hvers um sig til að dafna í vinnuumhverfi og samfélagi framtíðarinnar.
Herdís er reyndur fyrirlesari og ein af helstu mannauðssérfræðingum landsins og kom efninu afar vel til skila með hvatningu og vegvísi að leiðarljósi.”

- Hafdís Björg Stefánsdóttir, Associate Director - CBS & Talent leader