Stjórnunarráðgjöf

Hvaða áskoranir ert þú eða þinn vinnustaður að glíma við?

  • Erfiðleika við að laða að og hafla í öflugt fólk - og draga úr starfsmannaveltu

  • Áskoranir við að auka frammistöðu með bættri frammistöðustjórnun, skilvirkari endurgjöf og hvatningu

  • Finna leiðir til að auka starfsánægju, helgun og virkni starfsfólks

  • Gera vinnustaðarmenningu öflugri og bæta ímynd vinnustaðarins

  • Bæta upplifun á öllum snertiflötum tilvonandi eða núverandi starfsfólks
    (e. employee journey)

  • Er sameining, skipulagsbreytingar, flutningar eða aðrar stórar breytingar á teikniborðinu?

Stjórnun sem er góð og vel sinnt er öflugt verkfæri sem nýta má til að bæta mælanlegar niðurstöður í rekstri og starfsumhverfi vinnustaða.

Stjórnun og stjórnunaðferðir þarf hins vegar að endurskoða frá einum tíma til annars - í ljósi breyttra áskorana í rekstri og breyttra væntinga og þarfa vinnuafls, viðskiptavina og annarra hagaðila.

Í vinnu minni með mínum viðskiptavinum byggi ég á reynslu minni af að hafa starfað við stjórnun í yfir 20 ár, þar af 13 ár í framkvæmdastjórnum og svo setu í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka.
Ég hef tekið þátt í sameiningum nokkurra fyrirtækja, fjölmörgum skipulagsbreytingum, umbreytingu vinnustaðarmenningar, húsnæðisbreytingum og margt fleira.
Málaflokkar sem ég hef borið á hafa m.a. verið mannauðsmál, markaðsmál, umsjón fasteigna, þjónustumál, upplýsingatækni og ýmislegt fleira.

Hafðu samband ef þú telur að bæta megi árangur þíns vinnustaðar, þegar kemur að stjórnun, vinnustaðarmenningu, frammistöðustjórnun, starfsmannaveltu eða annað.

Hægt er að lesa nánar um feril minn hér á síðunni,
eða með því að skoða Linkedin-prófílinn minn.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi, ekki tæmandi upptalningu, um vinnustaði sem ég hef unnið verkefni fyrir: