Stjórnendaþjálfun.

Flestir stjórnendur hafa farið á ógrynni stjórnendanámskeiða.

Mikilvægt er að stjórnendaþjálfun taki mið af því og einblíni fyrst og fremst á þætti sem brennur mest á hjá hverjum vinnustað á hverjum tíma og að finna leiðir til að nýta betur þá þekkingu og hæfni sem stjórnendur hafa þegar yfir að ráða.

Einnig þarf að nota framtíðarlæsi til að vera undirbúin fyrir þá þætti sem eru á sjóndeildarhringnum, hvað varðar stjórnun og mannaforráð, og gæti kallað á þjálfun. Hvaða hæfni, hugarfar og hegðun þurfa stjórnendur helst að sýna til að halda áfram að styðja við árangur og ánægju á sínum vinnustöðum.

Stjórnendaþjálfun mín tekur því bæði mið af þáttum sem rannsóknir hafa sýnt á að reyna muni mikið á í nánustu framtíð sem og skerpingu og þjálfun í að nota allt það sem stjórnendur hafa þegar lært.

Þjálfunin getur ýmist farið fram með stjórnendahópnum í heild eða sem einstaklingsþjálfun og stuðningur við að breyta stjórnunarstíl og aðferðum.

Hafðu samband ef þig eða þinn vinnustað vantar stjórnendaþjálfun, fyrir hóp eða einstaklinga.

Til viðbótar við ofangeint hef ég náð mér í réttindi í, og býð upp á próf sem mælir aðlögunarhæfni, AQ - Adaptability Quotient. Prófið mælir 15 þætti í 3 flokkum, Ability, Character og Environment, sem nauðsynlegir eru fyrir aðlögun; til undirbúnings framtíðinni og fyrir farsæla breytingastjórnun.