Dæmi um aðila sem ég hef unnið fyrir, ýmist með stjórnunarráðgjöf, stjórnendaþjálfun, fyrirlestrum, vinnustofum o.fl.


Umsagnir frá viðskiptavinum

Stjórnendaþjálfun

Umsagnir frá nokkrum stjórnendum sem ég hef þjálfað:

  • Markþjálfun er eitthvað sem ég vissi ekki að væri til fyrr en ég heyrði viðtal við Herdísi Pálu i útvarpinu um þessi fræði. Mér fannst hún vera að tala beint til mín varðandi allar hugmyndirnar sem ég var með en hafði ekki komið í framkvæmd. Ég bókaði strax tima hjá henni og nú eru hjólin farin að snúast loksins!

  • Herdís Pála er manneskjan sem drífur mig áfram í að koma hugmyndunum mínum í framkvæmd. Eftir að ég fór i markþjálfun til Herdísar Pálu fattaði ég að stóru hugmyndirnar mínar voru ekki óframkvæmanlegar, ekki of stórar og ekki draumórar!

  • Áður fékk ég hugmyndir og hugsaði " nei þetta getur aldrei orðið, örugglega of flókið". Það sem Herdís gerir er að banna mér að hugsa svona. Hún leiðir mig i gegn um hugmyndirnar mínar og spyr spurninga, sem ég veit stundum svör við og stundum ekki.

  • Með markþjálfuninni hjá Herdísi Pálu hef ég fengið áræðni til að byrja strax að virkja sjálfa mig til hins betra í vinnu og einkalífi. Ég hef fundið hvatninguna sem ég þurfti til að virkja sjálfstraustið og beita því í starfi mínu. Þá hefur markþjálfunin hjálpað mér að skipuleggja hvernig tíma mínum er best varið á vinnutíma og skilin milli vinnu og einkalífs eru orðin skýrari."

  • Markþjálfun hjá Herdísi Pálu er hugmyndahvati, hún rekur mig áfram í að framkvæma ekki bara hugsa um hlutina, hún er raunsæ og hvetjandi hugmynda-vítamín.

  • Mér finnst stundum ég geta flogið eftir Markþjálfun hjá Herdísi Pálu.

  • Ég hef aldrei skilið hvað þetta fyrirbæri MARKÞJÁLFUN þýðir og þess vegna ákveðið að þetta hentaði mér áreiðanlega ekki.
    Eftir að hafa hitt Herdísi Pálu nokkrum sinnum er ég búin að uppgötva galdurinn í því að fá einhvern til að leiða mig í gegn um áskoranir mínar og með hjálp hennar hef ég öðlast þá trú að ég muni loksins klára stórt verkefni sem ég stend frammi fyrir og komast í gegnum þær áskoranir sem ég er stöðugt að eiga við. Takk Herdís Pála.


Fyrirlestrar, vinnustofur og starfsdagar

Fyrirlestur Herdísar Pálu var alveg spot on og starfsfólk Samgöngustofu var ánægt með fræðsluna um vinnustaðamenningu og Self-Leadership hugmyndafræðina.
Það mynduðust góðar umræður á vinnustaðnum og Herdís náði að sá jákvæðum fræjum meðal starfsmanna.
Virkilega gott innlegg við undirbúning á frekari umbótum og að skapa menningu árangurs, takk fyrir okkur!

- Dröfn Gunnarsdóttir, fagstjóri stjórnsýslusviðs Samgöngustofu


“Við hjá EY á Íslandi fengum Herdísi Pálu í heimsókn til okkar með áhugaverðan fyrirlestur um áhrif breytinga á vinnustaði og einstaklinga.
Herdís Pála fór meðal annars yfir hvaða stjórnendur þyrftu að varast þegar fyrirtæki væri að fara í gegnum breytingar ásamt því að fara yfir hvernig við gætum eflt getu okkar hvers um sig til að dafna í vinnuumhverfi og samfélagi framtíðarinnar.
Herdís er reyndur fyrirlesari og ein af helstu mannauðssérfræðingum landsins og kom efninu afar vel til skila með hvatningu og vegvísi að leiðarljósi.”

- Hafdís Björg Stefánsdóttir, Associate Director - CBS & Talent leader


“Flestir finna fyrir óöryggi þegar miklar breytingar eru fyrirhugaðar á vinnustaðnum. Fyrirlestur Herdísar Pálu var nákvæmlega það sem starfsmannahópurinn þurfti á þessum tíma. Farið yfir aðalatriðin, áhugaverð nálgun og skýr og hnitmiðuð framsetning”

- Helga Gísladóttir, forstöðumaður Fjölmenntar


“Við fengum Herdísi Pálu til þess að halda fyrirlestur hjá okkur um orkustjórnun, starfsánægju og lífsgæði. Hvernig við tvinnum þetta saman svo að vel megi vera. Fyrirlesturinn var mjög vel heppnaður í alla staði, Herdís greinilega kann sitt fag vel, var vel undirbúin og lét ekkert koma sér úr jafnvægi. Framsetningin var lifandi og áhugaverð og flestir viðstaddir gátu fundið sig í þeim dæmum sem hún tók. Það er alltaf gott að staldra við og minna sig á að þetta er allt saman í okkar höndum, hversu vel okkur líður og við hversu góð lífsgæði við viljum búa. Ég get hiklaust mælt með Herdísi Pálu fyrir þig.”

~ Birna Kristín Jónsdóttir, fræðslustjóri, Seðlabanki Íslands


Við hjá Sveitarfélaginu Vogum fengum Herdísi Pálu til okkar á sameiginlegum vinnudegi til að fjalla um samskipti. Hún nálgaðist viðfangsefnið á eftirminnilegan og áhrifaríkan hátt sem höfðaði vel til allra þátttakenda. Við öðluðumst skilning á mikilvægi þess að allir á vinnustað fái notið hæfileika sinna, þrátt fyrir að við séum öll ólík, höfum mismunandi skoðanir og persónuleikar okkar séu margbreytilegir. Herdís Pála miðlar fróðleiknum á lifandi og skemmtilegan, en jafnframt áreynslulausan hátt. Tímanum með henni var sannarlega vel varið.

~ Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga