Betri ákvarðanir, betri árangur- fyrir þig.

Þú tekur ákvarðanir um það bil 35.000 sinnum á dag - værir þú til í að pæla aðeins betur í þeim, leggja aðeins meiri hugsun í þær?

Kannski þarftu fyrst að ákveða eða finna út hvað „betri árangur“ þýðir fyrir þig. 
Byrjaðu á að skilgreina hvað er árangur fyrir þig og notaðu síðan eftirfarandi 5 spurningar til að gera hann enn meiri.

Þegar þú skilgreinir árangur þinn skaltu hugsa um öll þau svið í lífi þínu sem skipta þig máli. Þú getur náð árangri á fleiri en einu sviði á sama tíma. Og í raun ætti árangur á einu sviði ekki að kosta þig árangur á öðrum sviðum lífs þíns.

Ef þú hefur eitthvað fylgst með mér í gegnum tíðina þá hefur þú örugglega heyrt mig tala um, eða séð mig skrifa um 360° árangur. Árangur á öllum sviðum lífsins, á sama tíma. Árangur eins og þú skilgreinir hann. Jafnvægi í velgengninni, eða eins og ég vil kalla það 360 ° árangur.
Þau svið sem ég vinn mest með, og með því fólki sem ég hef unnið fyrir, eru starfsferill, samfélag, umhverfi, fjármál, heilsa og sambönd. 
 - Hvað myndu vera þín svið, sömu eða einhver önnur?

Þá að spurningunum eða atriðunum 5, sem þú getur farið í gegnum og notað til að gera árangurinn þinn betri, eða þannig að hann gefi þér meira.

1. Hvað er árangur fyrir mig? Hvað er velgengni fyrir mig? Hvað er 360 ° árangur fyrir mig, á hvaða sviðum lífs míns vil ég ná árangri, á sama tíma?
2. Af hverju skilgreini ég árangur svona fyrir mig? Af hverju skiptir þetta máli fyrir mig? (Er ég að skilgreina árangur eins og aðrir eða til að líta vel út fyrir aðra?)
3. Hverjir eru möguleikar mínir og tækifæri til að láta þetta verða að veruleika?
4. Hvernig mun ég fara í kringum hindranir sem geta verið eða orðið á vegi mínum?
5. Taktu ákvarðanir - og breyttu þeim í aðgerðir.
 - Þú getur notað þessi 5 skref hvenær sem þú tekur ákvarðanir - um hvað sem þú þarft til að taka ákvarðanir um.

Vertu viss um að 35.000 daglegu ákvarðanirnar þínar skili þér meiri árangri. Hvernig sem þú skilgreinir árangur þinn.
Vertu viss um að 35.000 ákvarðanir þínar geri þig betri, ekki bitrari. Á öllum sviðum lífs þíns.

Previous
Previous

Á leið í frí…

Next
Next

Er spennan fyrir starfinu farin?