2 atriði sem draga úr starfsmannaveltu

Starfsmannavelta er kostnaðarsöm. Það að missa góðan starfsmann getur kostað vinnustaðinn á bilinu 50% - 250% af árslaunum viðkomandi – já árslaunum!

Þá erum við að tala um kostnaðinn við ráðningarferlið, kostnaðinn við að koma nýjum starfsmanni á full afköst, áhrifin á viðskiptavini, áhrif á annað starfsfólk, mögulega töpuð tengsl, mistök nýliða í framleiðslu, seinkun í afhendingu vöru eða þjónustu, áhrif á ímynd, umtal o.fl.
Svo ekki sé nú minnst á þær áskoranir sem margir glíma nú við að finna fólk til starfa.

Það eru tvö atriði sem ég mæli með að fyrirtæki setji í forgang til að draga úr starfsmannaveltu.

1.      Bæta stjórnun

Það er sko hreint ekki auðvelt að vera stjórnandi í dag. Það er mikil gerjun og miklar breytingar, víða stækkandi gjá á milli þess sem eigendur telja góðan árangur og, þess sem starfsfólk leitar eftir. Aukin fjölmenning. Aukin fjarvinna. Aukin krafa um að umhverfismálum sé sinnt. Og svo mætti lengi telja.

Margir stjórnendur þurfa endurforritun á hugmyndum sínum um hvað er góð stjórnun eða hvaða stjórnunaraðferðir virka best hverju sinni.

Stjórnendaþjálfun er því mjög mikilvæg núna, hvort sem heilu hóparnir eru teknir saman á vinnustofur eða stjórnendur fari í einstaklings-coaching eða markþjálfun.

Þættir sem stjórnendur ættu í dag einna helst að hugsa um að styrkja hjá sér eru t.d. tilfinningagreind, samskiptahæfni, stjórnun með aðferðum coaching eða markþjálfunar, hvernig meta má frammistöðu með nýjum hætti, skipulag blandaðrar vinnu (hybrid work), endurhönnun starfa, breytingastjórnun, o.fl.

Stjórnun þarf að sinna og mikilvægt er að það sé gert vel og með þeim aðferðum sem líklegastar eru til árangurs á hverjum tíma, í ólíkum aðstæðum og með ólíkum einstaklingum.

2.      Styrkja góða vinnustaðarmenningu

Traust, gegnsæi og opin samskipti ættu að vera lykilorð þegar vinnustaðarmenningu hvers vinnustaðar er lýst. Einnig umhyggja, sveigjanleiki, árangur og lífsgæði.

Við þurfum að vera meðvituð um hvaða hegðun við látum líðast og hvaða hegðun er umbunað fyrir.

Eitruð vinnustaðarmenning er eitt af því sem hrekur fólk hvað hraðast í burtu af vinnustað.

Árangur vinnustaða og einstaklinganna sem þar starfa ætti að fara vel saman og það á að sjást í menningunni, báðir aðilar þurfa að fá það út úr vinnusambandinu sem þeir vonast eftir og var í rætt í ráðningarferlinu eða öðrum samtölum á milli stjórnenda og einstaklinga.

Linkedin hefur verið að gera mælingar hjá sér og hefur greint að auglýsingar með orðum eins og sveigjanleiki, fjarvinna, fjölmenning, velsæld (wellbeing) o.fl. eru að ná miklu meiri athygli og dreifingu en auglýsingar sem innihalda ekki slík orð. Það er auðvitað ekki gott að lofa slíku í atvinnuauglýsingu ef stjórnunin og vinnustaðarmenningin styður ekki við það – en auðvitað ætti svo að vera.

Mögulega þarf líka að hækka laun hjá einhverjum, en það eitt og sér er ekki vænlegt til varanlegs árangurs.

Gangi þér vel.

 


Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,

  • einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki

  • sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum.

Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.

Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.


Módelið mitt

Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
sem stuðningsefni fyrir þá sem ég var að coacha eða markþjálfa.

Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.


Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?

Viltu auka atvinnuhæfni þína og læra að skapa þér fleiri tækifæri til framtíðar litið?

Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.

Einnig má nálgast bókina á Storytel.


Previous
Previous

Fjarvinna og breytingar í stjórnun - ógn eða tækifæri?

Next
Next

Er ráðningarferlið þitt að tryggja þér besta fólkið?