10 breytingar sem stjórnendur þurfa að aðlagast

Nú í vor kom út mjög svo áhugaverð skýrsla hjá McKinsey ráðgjafafyrirtækinu. Skýrslan byggir á rannsókn sem McKinsey framkvæmdi á meðal leiðtoga í viðskiptalífinu út um allan heim.

Meginniðurstaðan er að það séu 10 stórar breytingar að eiga sér stað núna um heim allan, breytingar sem allir þurfa að aðlagast, en ekki síst stjórnendur.

Hér á eftir kemur stutt yfirlit yfir þessar 10 breytingar:

  1. Aukinn hraði, þörf fyrir aukna seiglu.
    Almennt voru þátttakendur í rannsókninni að meta það sem svo að vinnustaðir þeirra séu ekki nægjanlega undirbúnir til að bregðast við stórum og miklum breytingum sem blasa við okkur.

    Þeir vinnustaðir sem ná að fara vel í gegnum breytingar, eða geta verið fljótir að aðlagast og komast í gegnum breytingarnar munu ná samkeppnisforskoti.

  2. Raun blöndun (e. True Hybrid): Nýtt jafnvægi eða samþætting staðvinnu og fjarvinnu.
    Fjarvinna er komin til að vera.

    Þeir vinnustaðir sem huga að endurhönnun starfa og starfsumhverfis og styðja við blandaða vinnu, bæði staðvinnu og fjarvinnu, munu ná samkeppnisforskoti.

    Um það bil 80% þeirra sem hafa unnið í blandaðri vinnu sl. 2-3 ár vilja halda því áfram.

  3. Skapa rými fyrir góða nýtingu gervigreindar.
    Gervigreind nýtist ekki bara til að bæta reksturinn heldur getur hún gert vinnustaðina og fyrirtækin betri. Gervigreind ætti að fækka störfum sem skapa ekki mikið virði en ekki að fækka starfsfólki, frekar að nota hana til að skapa rými fyrir starfsfólk til að fara í meira virðisaukandi störf.

    Vinnustaðir sem nota gervigreind til að hjálpa til við að þróa mannauðinn og undirbúa arftaka fyrir lykilstöður, til að bæta vinnulag og gera hraðari og gagnadrifnar skipulagsbreytingar eftir þörfum munu ná samkeppnisforskoti.

  4. Nýjar reglur og viðmið til að laða að og halda í starfsfólk.
    Fólk hefur verið að endurskoða viðhorf sín til vinnu og vinnustaða.

    Vinnustaðir sem sníða starfsmannastefnu sína að væntingum og óskum starfsfólksins geta minnkað bilið á milli þess sem starfsfólk vill og vinnustaðurinn þarf.

  5. Lokun getu-gjárinnar.
    Vinnustaðir fara oft af stað með tæknilegar og stafrænar breytingar án þess að hafa endilega getuna til að fylgja málum eftir á sem bestan hátt.

    Vinnustaðir sem eru stöðugt að vinna í að efla hæfni og getu síns fólks, sem blanda á stefnumiðaðan hátt saman fólki með ólíka getu og hæfni og tengja við ferla og tækni munu ná að gera betur en samkeppnisaðilarnir og ná þannig samkeppnisforskoti.

    Aðeins 5% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni sögðu að vinnustaðir þeirra hefðu nú þegar þá getu sem þeir þurfa á að halda.

  6. Dansað á línunni þegar kemur að öflugu fólki.
    Stjórnendur fyrirtækja hafa oft dansað á línunni þegar kemur að því að halda niðri kostnaði og halda öflugu fólki. Í því efnahagsástandi og -óvissu sem nú ríkir þurfa stjórnendur að gera betur í því að para saman öflugasta fólkið við verðmætustu hlutverkin.
    Rannsóknir McKinsey hafa leitt í ljós að á mörgum vinnustöðum eru 20-30% mikilvægustu hlutverkanna á vinnustöðunum ekki skipuð fólki sem passa best í hlutverkin.

    Starfsfólk með bestu frammistöðuna í hverju hlutverki geta skilað 800% meiri framleiðni en meðalstarfsfólk í sama hlutverki.

  7. Leiðtogar séu meðvitaðir um sjálfa sig og hvetjandi.
    Leiðtogar í dag þurfa að vera færir um að stjórna sjálfum sér á sem bestan hátt, leiða hóp jafningja í efstu stjórnunarlögunum og sýna leiðtogahæfileika og hugarfar sem þarf til að stjórna í stóra samhenginu, samræma og stjórna fjölda teyma.

    Til þess að ná því verða þeir að byggja upp hjá sér mikla meðvitund um eigin getu, styrkleika, hugarfar og hegðun, sem og gagnvart öllu rekstrarumhverfinu.

    Vinnustaðir sem gera ríkar kröfur til leiðtoga sinna og þjálfa þá í að vera öflugar fyrirmyndir, í að leiðbeina og hvetja starfsfólk, í siðferðislegum ákvarðanatökum og að horfa til framtíðar munu ná samkeppnisforskoti.

    Í könnun McKinsey sögðust aðeins 25% svarenda telja að leiðtogar þeirra vinnustaða væru jafn virkir, helgaðir og hvetjandi fyrir starfsfólk og æskilegt væri.

  8. Að ná markverðum framförum í fjölbreytileika, jöfnuði og inngildingu.
    Margir vinnustaðir segjast nú vera að forgangsraða fjölbreytileika, jöfnuði og inngildinu en í mörgum tilvikum eru aðgerðir þeirra ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir.

    Til að ná þeim árangri sem vonast er eftir í þessu samhengi þurfa leiðtogar að greina og finna tækifæri til að ná árangri bæði á þeirra vinnustöðum sem og í umhverfinu og samfélaginu sem þau starfa í.

  9. Andleg heilsa.
    Mikilvægt er að fjárfesta í fjölbreyttum aðgerðum og viðbrögðum í sambandi við andlega heilsu.
    Á heimsvísu eru um það bil 90% vinnustaða að bjóða upp á einhvers konar stuðning sem tengist andlegri heilsu. Samt sem áður eru mælingar á heilsu og vellíðan, framkvæmdar á heimsvísu, ekki að hækka.

    Vinnustaðir þurfa að einbeita sér að því að taka markvisst á þáttum sem hafa slæm áhrif á andlega heilsu og almenna velsæld, einskiptis- eða ómarkvissar aðgerðir munu ekki duga til.

    Starfsfólk sem upplifir áskoranir tengdum andlegri heilsu eða almennri velsæld eru 4x líklegri til að vilja hætta i starfi.

  10. Skilvirkni, enn og aftur.
    Meira en þriðjungur þeirra leiðtoga sem tóku þátt í rannsókn McKinsey telja skilvirkni vera eitt af þremur helstu forgangsatriðum vinnustaða.

    Að auka skilvirkni snýst um meira en að bregðast við skyndilegum krísum eða að ná meiru út úr þeim auðlindum sem þegar eru til staðar. Það snýst frekar um að stýra auðlindunum á skilvirkari hátt, í verkefni sem hafa mest vægi.

    Vinnustaðir sem hafa yfir að ráða stjórnendum sem þekkja hæfni og styrkleika síns fólks, sem geta hvatt og stutt fólk, eru skýrir með til hvers er ætlast og að hvaða markmiðum á að vinna að og geta hjálpað sínu fólki að aðlagast og vera stöðugt að læra á ný verkefni, nýja tækni og nýjar aðstæður eru vinnustaðir sem munu ná samkeppnisforskoti.

    40% svarenda í rannsókninni tala um að flókið skipulag vinnustaðanna skýri slaka skilvirkni. Svipað hlutfall talaði um óskýr hlutverk og ábyrgð sem skýringu á slakri skilvirkni.


Unnið upp úr skýrslu McKinsey, með nokkrum viðbótar punktum frá mér.

—-
Ef þinn vinnustað vantar stjórnunarráðgjöf eða stjórnendaþjálfun þá ekki hika við að hafa samband.

Herdís Pála er reyndur og farsæll stjórnandi sem hefur sinnt ráðgjöf og þjálfun fyrir fjölmarga vinnustaði og stjórnendur.


 


Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,

  • einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki

  • sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum

Hér má lesa umsagnir og sjá dæmi um vinnustaði sem ég hef unnið fyrir.

Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.

Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.


Módelið mitt

Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
sem stuðningsefni fyrir þá sem ég var að coacha eða markþjálfa.

Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.


Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?

Viltu auka atvinnuhæfni þína og læra að skapa þér fleiri tækifæri til framtíðar litið?

Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.

Einnig má nálgast bókina á Storytel.


Previous
Previous

Forstjórinn sem sendi alla millistjórnendur í vikufrí.

Next
Next

Eru stjórnendur enn aðalástæða þess að fólk hættir í starfi?