Hvatning í starfi

Hvaða lag söngst þú þegar þú stökkst fram úr rúminu þínu í morgun, að springa úr tilhlökkun yfir vinnudeginum framundan?

Eða söngstu ekkert? Stökkstu ekki fram úr? Varstu ekki að springa úr tilhlökkun?

Hvatning, vinna og lífsgæði

Þegar við upplifum hvatningu í starfi þá erum við færari um að skila betri frammistöðu og verðum einnig oft ánægðari í starfinu.

Ef við erum ánægð í starfi erum við almennt hamingjusamari og upplifum meiri lífsgæði.

Hvatning getur bæði verið það sem kallast innri hvatning og ytri hvatning.

  • Innri hvatning verður til með einstaklingnum sjálfum, hans hugsunum, tilfinningum o.s.frv.
    Með neikvæðum hugsunum, niðurrífandi samskiptum og samtölum er mjög auðvelt að keyra sig hratt niður í neikvæðan spíral sem dregur úr okkur alla hvatningu og mátt.

  • Ytri hvatning verður til með ytri þáttum, t.d. styðjandi og uppbyggilegum samtölum, launum, hrósi o.fl.
    Jafn mikið og ytri hvatning getur verið góð og skemmtileg þegar hún á sér stað er ekki víst að hún dugi til að koma okkur upp í jákvæðan spíral eða auka hvatningu okkar.

Kenningar um hvatningu

Það eru ansi margir sem sett hafa fram kenningar um hvatningu.

Sá fræðimaður sem ég er hrifnust af þegar kemur að hvatningu í tengslum við starf og starfsumhverfi er Frederick Herzberg en hann talaði um tengsl starfsánægju og hvatningar.

Samkvæmt hans kenningu eru ákveðnir þættir í starfsumhverfinu sem geta ýtt undir starfsánægju og þar með hvatningu. Svo væru aðrir þættir sem eingöngu dygðu til að draga úr starfs-óánægju en skiluðu ekki raunverulegri hvatningu.

  • Þættir sem geta ýtt undir starfsánægju og að starfsmaður upplifi þar með meiri hvatningu eru t.d.:

    • Að hafa skýran tilgang í starfi og vita til hvers er ætlast af sér í starfinu

    • Að vera treyst og upplifa sveigjanleika og sjálfræði

    • Að vera metin að verðleikum og fá hrós eða umbun fyrir vel unnin störf

    • Að fá tækifæri til að læra og þróast

  • Þættir sem geta dregið úr starfsóánægju, oft jafnvel bara tímabundið, skila ekki hvatningu til lengri tíma, eru t.d.:

    • Nýr starfstitill

    • Launahækkun, bónusgreiðslur, hlunnindi

    • Betri vinnuaðstaða

    • Partý með vinnufélögum

=> Þessi atriði hér í seinni flokknum eru sannarlega mikilvæg, oft algjörlega nauðsynleg og mjög skemmtileg, en hafa samt ekki langtímaáhrif hvað varðar starfsánægju eða hvatningu.

Styrkleikar, hvatning og hamingja

Rannsóknir sýna að þegar við náum að nýta fjóra eða fleiri af okkar helstu styrkleikum með reglulegum hætti þá verðum við hamingjusamari og líklegri til að upplifa meiri innri hvatningu.

Það er því mikilvægt að í starfi fáum við tækifæri til að starfa út frá okkar eigin styrkleikum.

  • Áskoranir og verkefni umfram styrkleika sem við höfum yfir að ráða draga úr frammistöðu og ýta undir kvíða

  • Áskoranir og verkefni sem reyna ekki á alla þá styrkleika sem við höfum yfir að ráða draga úr frammistöðu og ýta undir leiða og áhugaleysi.

  • Áskoranir og verkefni í samræmi við styrkleika koma okkur í gott flæði, þar sem árangur og ánægja eykst.

Ég hvet starfsfólk til að ræða við sinn yfirmann telji starfsmaður að hann sé ekki með verkefni í samræmi við eigin styrkleika.

Einnig hvet ég stjórnendur til að huga að verkefnadreifingu í samræmi við styrkleika og áhugasvið starfsfólks.

Með þessu má auka árangur og ánægju, á sama tíma - það ætti að fá alla til að vakna syngjandi á hverjum degi og fulla tilhlökkunar fyrir vinnunni sinni.

Hlutverk stjórnenda í hvatningu

Stjórnendur ættu að þekkja muninn á þessum þáttum, þ.e. hvað raunverulega eykur starfsánægju og hvatningu og hvað dugar ekki til þess.

Mikilvægt er að taka tíma í að vinna með fólki á þann hátt að ýtt sé undir starfsánægju, jafnvel þó það krefjist meiri tíma og athygli stjórnenda.

Það mun skila meiri árangri og ánægju, til lengri tíma, en þegar reyna á að plástra eitthvað óánægjuástand með því að henda inn einhverju sem í besta falli skilar einhverri breytingu til skamms tíma.


Ef þinn vinnustað vantar stjórnunarráðgjöf eða stjórnendaþjálfun þá ekki hika við að hafa samband.

Herdís Pála er reyndur og farsæll stjórnandi sem hefur sinnt ráðgjöf og þjálfun fyrir fjölmarga vinnustaði og stjórnendur.


Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,

  • einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki

  • sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum

Hér má lesa umsagnir og sjá dæmi um vinnustaði sem ég hef unnið fyrir.

Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.

Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.


Módelið mitt

Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
sem stuðningsefni fyrir þá sem ég var að coacha eða markþjálfa.

Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.


Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?

Viltu auka atvinnuhæfni þína og læra að skapa þér fleiri tækifæri til framtíðar litið?

Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.

Einnig má nálgast bókina á Storytel.


Previous
Previous

Að hanna starfsferil, til árangurs og ánægju

Next
Next

Taktu betri ákvarðanir