Aðlögunarhæfni og breytingar

Ef það er eitthvað sem við vitum þá er það að það verða breytingar.
Við vitum líka að breytingar eru alltaf að verða meiri og hraðari.

Það eru breytingar í vinnunni. Sameiningar fyrirtækja eða deilda, flutningur vinnustaðar, flutningur innan vinnustaðar, ný tölvukerfi, nýjar reglur, nýr yfirmaður, nýtt samstarfsfólk, verkefnamiðað vinnuskipulag.
Alltaf einhverjar breytingar sem við þurfum að aðlagast.

Sama gildir um einkalíf, þó breytingarnar þar séu af öðrum toga.

Allir einstaklingar hafa getuna til að aðlagast breytingum, búa yfir ákveðinni aðlögunarhæfni (AQ).

Einstaklingar, teymi og vinnustaðir í heild sinni geta hins vegar þurft aðstoð og jafnvel þjálfun fyri breytingar, en fyrsta skrefið fyrir alla, stjórnendur og starfsfólk, gæti verið að leggja mat á aðlögunarhæfnina og hvar þarf helst að stoppa í götin eða huga að stuðningi eða þjálfun.

Með AQ-matinu má leggja mat á hvað það er hjá hverjum og einum einstaklingi eða teymi sem þarf að styðja við fyrir breytingar.

Getan til að aðlagast liggur í þremur víddum:

1. Tiltekinni getu (e. Ability), með hvaða hætti og að hve miklu leyti einstaklingur, teymi og skipulagsheildir ráða við að aðlagast. Þessa getu má styrkja með stuðningi og þjálfun.

2. Tilteknum persónueinkennum (e. Character), hvernig einstaklingar aðlagast. Að einhverju leyti er hægt að hafa áhrif á þetta í gegnum stuðning og þjálfun en einnig er mikilvægt að hafa skilninginn á þessu hjá hverjum og einum sem er að fara í gegnum breytingar.

3. Tilteknum þáttum í umhverfinu (e. Environment), hversu vel fólk upplifir að umhverfið styðji við einstaklinga og teymi sem eru að fara í gegnum breytingar. Við slíku getur þurft að bregðast við með ýmsum hætti.

Það sem metið eru eru 15 þættir sem skiptast í ofangreindar 3 víddir og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Þessa 15 þætti er mikilvægt að skoða í tengslum við breytingar og góða breytingastjórnun.

Greining eins og þessi getur aukið skilning allra á hvernig breytingar hafa áhrif á einstaklinga og teymi. Með þeim skilningi, ásamt mögulega ákveðnum stuðningi og þjálfun og öðrum þáttum í umhverfinu, er hægt að auka líkur á að breytingar skili þeim árangri sem vænt er.

Ef þú hefur áhuga á að fá AQ-mat þá endilega hafðu samband en ég hef nýlega fengið vottun til að leggja fyrir AQai-prófið.

Þetta er heildrænt mat á aðlögunarhæfni einstaklinga, teyma og vinnustaða. Því hærra sem AQ-skorið er því líklegra að einstaklingar, teymi og vinnustaðir vinni úr áföllum, séu meira skapandi og ráði betur við breytingar.

Prófið byggir á vísindalegum rannsóknum sem unnar eru í samvinnu IE Business School og Madrid University.

—-

Í störfum mínum sem stjórnandi og sem stjórnunarráðgjafi hef ég unnið á og með vinnustöðum þar sem miklar breytingar hafa verið í gangi. Sameiningar, flutningar, söluferli, endurnýjun tölvukerfa o.fl.

Þegar ég lít til baka sé ég að oft hefði verið gott að hafa svona mat til að skilja betur hvað var í gangi hjá einstaklingum og teymum og geta frekar komið í veg fyrir óþarfa hnökra í breytingunum.
Núna sé ég þetta mat sem lykil í góðri breytingastjórnun.

Ef þú ert að undirbúa breytingar eða vilt bæta breytingastjórnun eða stjórnun almennt á þínum vinnustað hafðu þá endilega samband.

 


Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,

  • einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki

  • sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum.

Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.

Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.


Módelið mitt

Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
sem stuðningsefni fyrir þá sem ég var að coacha eða markþjálfa.

Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.


Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?

Viltu auka atvinnuhæfni þína og læra að skapa þér fleiri tækifæri til framtíðar litið?

Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.

Einnig má nálgast bókina á Storytel.


Hefur þú áhuga á að skoða eigin hæfni og möguleg tækifæri - eða ertu í pælingum um starfsþróun þína og vilt hugsa út fyrir boxið?

Viltu ná lengra á sömu braut og þú ert í dag eða viltu fara nýjar leiðir?

Þekkir þú tækifærin á vinnumarkaði framtíðarinnar?

Previous
Previous

Búum ekki til óþarfa gjá á okkar litla vinnumarkaði

Next
Next

Að laða að og halda í gott fólk