Ekki vera starfið þitt!

 Lifir þú fyrir vinnuna þína eða vinnur þú til að lifa lífinu þínu?

 

Ef ég myndi hitta þig í boði og við myndum kynna okkur hvort fyrir öðru hvort myndir þú segja:

A) Halló, ég heiti Jón og ég er deildarstjóri hjá Einkaleyfastofu

eða

B) Halló, ég heiti Jón og ég starfa sem deildarstjóri hjá Einkaleyfastofu

Kannski þarftu að lesa þetta tvisvar til að sjá í hverju munurinn liggur og svo ferðu væntanlega að velta fyrir þér hvaða máli þetta geti nú skipt!

Ástæður þess að ég mæli með að fólk hugsi frekar í átt við leið B er að það er mjög mikilvægt að hafa góða aðgreiningu á milli sín sem persónu og þess starfs sem maður gegnir eða þeirra verkefna sem maður sinnir – jafnvel þó maður hafi mjög gaman að vinnunni sinni eða verkefnum og vilji helst vera í vinnunni öllum stundum.

Meginástæðurnar eru tvær. 

  1. Í fyrsta lagi hafa rannsóknir sýnt fram á, og fjöldi greina verið ritaðar þar um, að þeir einstaklingar sem eiga sér líf utan vinnu eru oft að mörgu leyti betri starfsmenn en þeir sem eru öllum stundum í vinnunni, nánar um það hér á eftir. 

  2. Í öðru lagi getur komið að því hjá öllum að þeir séu án vinnu í  einhvern tíma, annað hvort að eigin ósk eða vegna atvinnumissis og þá er sérlega mikilvægt að hafa góða sjálfsmynd og vera með sig sem einstakling vel á hreinu. 

Raunveruleikinn hefur einmitt kennt mörgum það nokkuð harkalega á síðustu árum að atvinnuöryggið sem fólk telur sig búa við er kannski ekki jafn mikið og það taldi og þá er nauðsynlegt að vera með sjálfan sig á hreinu, hver maður raunverulega er sem manneskja þegar starfsheitið er farið.

Einnig er líklegra að þér gangi betur að velja þér nýtt starf eða verkefni sem þér henta, og þú munt njóta, ef þú þekkir gildi þín, viðhorf þín, hvataþætti þína, styrkleika þína o.s.frv.

Skoðum þetta aðeins nánar.

Í fyrsta lagi - Líf utan vinnu.

  • Með því að taka til dæmis þátt í félagsstörfum eða sjálfboðaliðastörfum þá aukast samskipti fólks við ólíka einstaklinga sem gefur því breiðari sýn á fjölbreytileika mannfólksins, eykur skilning þess á fjölbreytileikanum og þar með að öllum líkindum hæfni þeirra í mannlegum samskiptum og aukinn skilning á tækifærunum sem felast í því að vinna með ólíkum einstaklingum.
    Svona þátttaka getur líka leitt til starfs eða verkefna.

  • Með því að taka þátt í íþróttum, hvort sem er einstaklings- eða hópíþróttum, verður fólki oft tamara að setja sér markmið, finna leiðir til að vinna að þeim, hætta ekki fyrr en þeim er náð og fagna svo auðvitað vel að lokum.  Hópíþróttirnar gefa að auki þjálfun í að vinna í hóp.

  • Með því að eiga áhugamál, t.d. ljósmyndun, bókalestur, kórsöng eða ljóðagerð, eykst sköpunargáfa fólks og þar með getan til að sjá hlutina frá fleiru en einu sjónarhorni og getan til að finna lausnir á nýjum verkefnum verður meiri.

  • Áhugamál utan vinnu geta einnig verið streitulosandi, auðgað líf fólks með meiri fjölbreytileika en störf þeirra bjóða hugsanlega upp á og geta styrkt þá eiginleika fólks sem það fær kannski ekki tækifæri til að láta reyna á í vinnunni. 
    - Jón deildarstjóri þarf til dæmis örugglega mjög sjaldan að syngja í vinnunni en fátt gefur honum meira, bæði líkamlega og andlega.  Hann er sjaldan afslappaðri og ánægðari með sig en þegar hann hefur náð dýpsta tóni Hamraborgarinnar.

Áhugamál og félagsstörf eru því ekki bara fyrir fólk á eftirlaunum sem vantar eitthvað að gera við tímann sinn.
Þau ekki síður mikilvæg og nauðsynleg fyrir önnum kafið starfsfólk og stjórnendur sem upplifa að þeir hafi ekki tíma í neitt nema vinnu en þurfa kannski að styrkja hjá sér ýmsa þætti sem geta nýst þeim bæði í vinnu og einkalífi. 
Sama á við um giggara sem vilja útvíkka sitt tengslanet og styrkja sig, til aukins árangurs í verkefnum og einkalífi.

Áhugamál og viðfangsefni utan vinnu draga líka úr líkum á kulnun í starfi. 

Framlegð hvers klukkutíma í vinnu umfram hefðbundinn vinnutíma minnkar einnig með hverri klukkustundinni og hreinlega vænlegra til árangurs að mæta vel upplagður til vinnu að morgni, skila góðu dagsverki á hefðbundnum vinnutíma og sinna svo eigin hugðarefnum þess utan. 

Stjórnendur og þeir sem ráða fólk til starfa eða giggara í verkefni ættu því að fagna því, og hvetja fólk til þess að eiga sér líf utan vinnunnar eða verkefnanna. Það er svo margt sem bendir til þess að það sé gjarnan betra í samvinnu, úrræðabetra, meira skapandi og jafnvel með meira þol gegn álagi.

Fólk sem vill ná langt í sínum starfsframa, hvort sem það er sem launþegi eða giggari, ætti líka að varast að lifa bara fyrir vinnunna, starfsframinn gæti komið hraðar með lífi og viðfangsefnum utan vinnunnar. Rökin felast m.a. í þeim þáttum sem taldir eru upp hér að framan, meiri samskiptahæfni, sterkari sköpunarhæfni, öflugra tengslanet o.fl.

Sumt fólk á erfitt með að slaka á og veit ekkert verra en að láta tíma sinn fara „til spillis“ – fyrir þannig fólk er algjörlega nauðsynlegt að eiga áhugamál eða eitthvað að sinna í frítíma sínum þannig að það sé að upplifa að það hafi eitthvað fyrir stafni í frítíma sínum.

Í öðru lagi – Ef vinnan fer.

Þeir sem eiga ekki áhugamál eða viðfangsefni utan vinnu og missa svo kannski vinnu sína eða verkefni fara oft verr út úr því andlega en hinir. 

Fyrir þeim er stærri hluti sjálfsmyndarinnar sem hverfur og fólk getur átt í erfiðleikum með að vita hvað það á að gera við sig og tíma sinn.  

Andleg líðan verður verri sem getur haft áhrif á hvernig gengur í atvinnu- eða verkefnaleit, í samskiptum við sína nánustu, almenna virkni o.fl.

Það er því algjörlega nauðsynlegt að vita alltaf hvað það er sem mann langar til, hverju maður hefur gaman að, hverju maður stefnir að með sig í sínu lífi o.s.frv.

Ert þú með það á hreinu fyrir þig?


Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,

  • einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki

  • sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum.

Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.

Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.


Módelið mitt

Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
þegar ég var sem mest að coacha eða markþjálfa.

Mínir viðskiptavinir voru helst stjórnendur og fyrirtækjaeigendur sem vildu styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vildu huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.


bokakapa.png

Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?

Ratar þú um völundarhús tækifæranna?

Kannt þú að taka þátt á markaðstorgi þekkingar?

Veist þú hvað giggari er?

Vilt þú auka lífsgæði þín?

Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.


Á krossgötum

Námskeið fyrir spennandi tækifæri
á vinnumarkaði framtíðarinnar

Hefur þú áhuga á að skoða eigin hæfni og möguleg tækifæri - eða ertu í pælingum um starfsþróun þína og vilt hugsa út fyrir boxið?

Viltu ná lengra á sömu braut og þú ert í dag eða viltu fara nýjar leiðir?

Þekkir þú tækifærin á vinnumarkaði framtíðarinnar?

Previous
Previous

Hvað mun einkenna árið 2022?

Next
Next

Hybrid-hugleiðingar