Fækkum störfum á vinnumarkaði

Nýlega tók ég þátt í panel á fræðsluviðburðinum Verslun og þjónusta á gervigreindaröld, á vegum SVÞ.

Ein af spurningum sem ég fékk sneri að endurhönnun og endurskipulagningu starfa. Ég heyrði að svar mitt og vangaveltur fyrir þeirri spurningu vöktu athygli svo ég ákvað að skrifa aðeins nánar um þessar hugmyndir mínar.

Mín tillaga var sem sagt í stuttu máli að við myndum hætta að tala um störf, sem einhvers konar fasta eða fast mótaða hugmynd, og fara að tala um verkefni. Með þessu tel ég að við getum aukið sveigjanleika, framleiðni, skilvirkni, stytt vinnutíma og nýtt betur hæfni og styrkleika starfsfólks, aukið árangur og ánægju, á sama tíma.

Tölvuleikurinn Tetris og endurhönnun starfa

Ég verð að byrja á að játa að hafa í gegnum tíðina spilað nokkuð mikið tölvuleikinn Tetris.

Fyrir þá sem ekki vita gengur hann út á að raða saman kubbum af ólíkri lögun. Kubbarnir eru allir samsettir úr nokkrum minni kubbum sem hafa raðast saman í þessa ólíku lögun.

Spilarinn fær ekki að velja lögun samsettu kubbanna né getur breytt þeim, þannig að þegar mikið er komið af kubbum á borðið getur orðið ansi snúið að raða þeim saman í það pláss sem maður hefur úr að moða.

En við endurhönnun starfa erum við ekki bundin takmörkunum Tetris og því um að gera að vera svolítið skapandi í þeim efnum.

Ég sé sem sagt stóru kubbana í Tetris, þessa sem eru með ólíka lögun og samsettir úr mörgum smærri kubbum, sem störf og minni kubbana sem verkefni.

Af hverju ekki að brjóta upp hlutina ef við getum látið þá passa betur, bæði fyrir vinnuveitendur og starfsfólk?

Ávinningur af breyttri nálgun

Með því að fara að tala meira um verkefni en störf tel ég að við getum bæði aukið sveigjanleika á vinnumarkaði og á sama tíma nýtt betur hæfni og styrkleika einstaklinganna.

Auka má skilvirkni, og styðja þar með við væntingar um aukna framleiðni á sama tíma og við styttum vinnuvikuna, með því að raða verkefnum saman á nýjan hátt.

Að vera ekki föst í störfum sem voru mótuð fyrir löngu síðan og verða oft þannig að kannski 60-80% af vinnutíma starfsfólks fer í það sem þau eru góð í og hafa ánægju af. Restin af vinnutímanum fer oft í verkefni sem eru eins og uppfyllingarefni í starfið eða vinnuskylduna, verkefni sem starfsfólk er kannski ekki gott í, hefur ekki ánægju af og er jafnvel „of dýrt“ í þessu tilteknu verkefni.
Dæmi um þetta gæti verið mannauðsstjórinn sem er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun en á auk þess að sinna faglegri mannauðsstjórnun að panta jógúrt í ísskápinn, sjá til þess að fólk gangi vel um snyrtingarnar, kaupa gjafir og skipuleggja partý.

Með því að endurskoða hugmyndir okkar um störf og fara að raða verkefnum saman á nýjan hátt tel ég að búa megi til fjölbreyttari og betri formaða kubba, svo ég haldi áfram að vísa í Tetris, brjóta upp eldri störf og raða saman upp á nýtt.

Fyrir þá sem eru ekki aðdáendur Tetris mætti líka líkja þessu við að skrifa öll verkefni á miða, eitt verkefni á hvern miða, setja alla miðana í skál, draga svo upp einn miða í einu og skoða með ferskum augum hvaða verkefni passa best saman, út frá því að auka skilvirkni, framleiðni, gæði eða annað.

Ég veit að þetta verður ekki hægt með öll störf en það þýðir ekki að við eigum ekki að gera þetta fyrir þau starf þar sem þetta er hægt, og ekki bara hægt heldur jafnvel mjög æskilegt.

Samhliða þessari endurhönnun ætti svo að horfa á hvert verkefni og velta fyrir sér hvort staðsetning eða tímasetning skipti máli fyrir verkefnið.

Áhrif á ráðningar, frammistöðustjórnun, hvatningu og fleira

Þessi nálgun getur að mínu mati aukið árangur og gæði þegar kemur að ráðningum, þjálfun starfsfólks, frammistöðustjórnun, hvatningu og fleiri þáttum stjórnunar.

Allt þetta má gera farsællega með góðum undirbúningi, góðu samtali um aðlögunarhæfni og breytingar og góðri þjálfun.

Einnig ætti að meta hvaða hæfni þarf fyrir hvert verkefni - ekki bara að para tilteknar prófgráður við tiltekin störf. Ekki síst þegar fólk er nú farið að gera meira af því að taka alls kyns beygjur á sínum starfsferli og því stöðugt að yfirfæra þekkingu og hæfni á milli starfa og geira.

Auk þess sem ég tel að þetta geti hjálpað okkur að aðlagast framtíð vinnu, þar sem að á næstu árum fjöldi starfa á eftir að hverfa og önnur að verða til, eins og lesa má um í nýrri skýrslu frá World Economic Forum, The Future of Jobs Report 2023.

Þessar hugmyndir mínar munu kalla á nýja hugsun, aukna aðlögunarhæfni og sveigjanleika fyrir vinnuveitendur, stjórnendur og starfsfólk - en við þurfum jú líka nýja hugsun fyrir nýja tíma og spennandi framtíð vinnu.

 


Ef þinn vinnustað vantar stjórnunarráðgjöf, stjórnendaþjálfun eða fræðslu fyrir starfsfólk þá ekki hika við að hafa samband.

Herdís Pála er reyndur og farsæll stjórnandi sem hefur sinnt ráðgjöf og þjálfun fyrir fjölmarga vinnustaði og stjórnendur.


Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,

  • einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki

  • sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum

Hér má lesa umsagnir og sjá dæmi um vinnustaði sem ég hef unnið fyrir.

Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.

Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.


Módelið mitt

Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
sem stuðningsefni fyrir þá sem ég var að coacha eða markþjálfa.

Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.


Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?

Viltu auka atvinnuhæfni þína og læra að skapa þér fleiri tækifæri til framtíðar litið?

Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.

Einnig má nálgast bókina á Storytel.


Previous
Previous

Áhættustjórnun og mannauðsstjórnun

Next
Next

Að hanna starfsferil, til árangurs og ánægju